Nýr Nissan GT-R verður tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 13:30 Nissan GT-R. Alveg mátti búast við því að næsta kynslóð ofurbílsins Nissan GT-R myndi feta sömu slóðir og Porsche 918, McLaren P1 og LaFerrari og í hann yrði settir rafmótorar. Svo til allir ofuröflugir bílar næstu ára verða búnir rafmótorum auk afar öflugra brunavéla. Sölu- og markaðsstjóri Nissan hefur upplýst að næsta kynslóð Nissan GT-R verði með rafmótorum og því verði hann tvinnbíll. Nissan, líkt og aðrir framleiðendur hafa verið ötulir við að búa bíla sína rafmótorum og það sé algjörlega óhjákvæmilegt til að hlýta ströngum kröfum um minni eyðslu þeirra. Markmið Nissan með því að gera GT-R bílinn að tvinnbíl verður ekki bara til þess að gera hann sparneytnari heldur öllu fremur enn öflugri og betri akstursbíl. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent
Alveg mátti búast við því að næsta kynslóð ofurbílsins Nissan GT-R myndi feta sömu slóðir og Porsche 918, McLaren P1 og LaFerrari og í hann yrði settir rafmótorar. Svo til allir ofuröflugir bílar næstu ára verða búnir rafmótorum auk afar öflugra brunavéla. Sölu- og markaðsstjóri Nissan hefur upplýst að næsta kynslóð Nissan GT-R verði með rafmótorum og því verði hann tvinnbíll. Nissan, líkt og aðrir framleiðendur hafa verið ötulir við að búa bíla sína rafmótorum og það sé algjörlega óhjákvæmilegt til að hlýta ströngum kröfum um minni eyðslu þeirra. Markmið Nissan með því að gera GT-R bílinn að tvinnbíl verður ekki bara til þess að gera hann sparneytnari heldur öllu fremur enn öflugri og betri akstursbíl.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent