Nissan Qashqai frumsýndur í London í gær Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 17:23 Ný kynslóð Nissan Qashqai Heilmikið var um að vera hjá Nissan í London í gær. Þar voru samankomnir hundruðir blaðamanna vegna heimsfrumsýningar á nýjum Nissan Qashqai jepplingi. Á meðal þeirra var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is. Qashqai skiptir Nissan gríðarmiklu máli í Evrópu og reyndar um allan heim, þar sem hann er söluhæsta bílgerð Nissan. Qashqai kom fyrst á markað árið 2007 og hefur hvorki meira né minna en selst í 2 milljónum eintaka síðan og meirihluti þess hefur selst í Evrópu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra jepplinga þegar kemur að seldum bílum. Því var þessi kynning mjög þýðingarmikil fyrir Nissan. Ekki urðu þeir sem koma á kynninguna fyrir vonbrigðum því nýr Qashqai er glæsilegur bíll og var hann þó ekki slæmur fyrir. Bíllinn er nú aðeins stærri en mestu munar um hve innrétting bílsins er orðin flott og ríkmannleg. Bíllinn er hreinlega troðinn af nýtískulegum búnaði og fer þar hressilega fram úr keppinautunum. Qashqai er teiknaður í Evrópu og með evrópska kaupendur í huga. Von er á fyrstu eintökum nýs Qashqai til BL í janúar á næsta ári. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent
Heilmikið var um að vera hjá Nissan í London í gær. Þar voru samankomnir hundruðir blaðamanna vegna heimsfrumsýningar á nýjum Nissan Qashqai jepplingi. Á meðal þeirra var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is. Qashqai skiptir Nissan gríðarmiklu máli í Evrópu og reyndar um allan heim, þar sem hann er söluhæsta bílgerð Nissan. Qashqai kom fyrst á markað árið 2007 og hefur hvorki meira né minna en selst í 2 milljónum eintaka síðan og meirihluti þess hefur selst í Evrópu. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra jepplinga þegar kemur að seldum bílum. Því var þessi kynning mjög þýðingarmikil fyrir Nissan. Ekki urðu þeir sem koma á kynninguna fyrir vonbrigðum því nýr Qashqai er glæsilegur bíll og var hann þó ekki slæmur fyrir. Bíllinn er nú aðeins stærri en mestu munar um hve innrétting bílsins er orðin flott og ríkmannleg. Bíllinn er hreinlega troðinn af nýtískulegum búnaði og fer þar hressilega fram úr keppinautunum. Qashqai er teiknaður í Evrópu og með evrópska kaupendur í huga. Von er á fyrstu eintökum nýs Qashqai til BL í janúar á næsta ári.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent