Nissan með stefnumarkandi rafbíl Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2013 09:15 Á bílasýningunni í Tokyo hefur Nissan nú kynnt rafmagnsbíl sem er engum líkur í laginu. Þar fer bíll sem er einkar mjór að framan en breiður að aftan til að auka stöðugleika hans á vegi og kljúfa loftið betur. Hann hefur fengið nafnið Nissan Bladeglider. Þetta er í raun keppnisbíll sem þó gæti ratað á göturnar fyrir almenning. Bíllinn er gerður fyrir 3 farþega, einn að framan og tvo að aftan. Bíllinn er smíðaður úr koltrefjum og botninn er alveg sléttur, til að minnka loftmótsstöðu hans sem mest. Rafmótorarnir eru í hjólunum, sem er eitthvað sem ekki hefur sést mikið af áður. Það gerir hönnuðum bílsins kleift að nýta rými yfirbyggingar bílsins betur. Hann er með vængjahurðum og þyngdardreifing milli öxla er 30/70, framan/aftan. Ekki er alveg víst að framleiðslubíllinn, ef af honum verður, muni líta nákvæmlega svona út eins og á myndinni sést, en þessi bíll á þó að gefa tóninn fyrir framtíðarþróun Nissan á rafmagnsbílum. Óvenjulegur í laginu og afar straumlínulagaður. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
Á bílasýningunni í Tokyo hefur Nissan nú kynnt rafmagnsbíl sem er engum líkur í laginu. Þar fer bíll sem er einkar mjór að framan en breiður að aftan til að auka stöðugleika hans á vegi og kljúfa loftið betur. Hann hefur fengið nafnið Nissan Bladeglider. Þetta er í raun keppnisbíll sem þó gæti ratað á göturnar fyrir almenning. Bíllinn er gerður fyrir 3 farþega, einn að framan og tvo að aftan. Bíllinn er smíðaður úr koltrefjum og botninn er alveg sléttur, til að minnka loftmótsstöðu hans sem mest. Rafmótorarnir eru í hjólunum, sem er eitthvað sem ekki hefur sést mikið af áður. Það gerir hönnuðum bílsins kleift að nýta rými yfirbyggingar bílsins betur. Hann er með vængjahurðum og þyngdardreifing milli öxla er 30/70, framan/aftan. Ekki er alveg víst að framleiðslubíllinn, ef af honum verður, muni líta nákvæmlega svona út eins og á myndinni sést, en þessi bíll á þó að gefa tóninn fyrir framtíðarþróun Nissan á rafmagnsbílum. Óvenjulegur í laginu og afar straumlínulagaður.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent