Fótbolti

Þurfa að taka dúkinn aftur af Laugardalsvellinum

Dúkurinn var farinn að fjúka í kvöld.
Dúkurinn var farinn að fjúka í kvöld. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Það er spáð slæmu veðri í nótt og á morgun og því hefur verið ákveðið að taka hitadúkinn af Laugardalsvellinum til öryggis svo að hann fjúki ekki burt og skemmist. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Dúkurinn var settur á Laugardalsvöllinn á föstudaginn og entist því ekki lengi á vellinum en hann mun þó fara aftur á völlinn um leið og veðrinu slotrar.

Það er spáð snjókomu, rigningu og miklu hvassviðri í nótt og á morgun. Á heimasíðu Veðurstofu Íslands segir: "Vaxandi suðaustanátt með morgninum, 18-25 m/s og talsverð slydda eða rigning S- og V-lands upp úr hádegi."

Ísland mætir Króatíu á Laugardalsvellinum eftir fimm daga í fyrri umspilsleik þjóðanna um laust sæti á HM í Brasilíu 2014.


Tengdar fréttir

Dúkurinn lagður á Laugardalsvöll | Myndir

Það gekk mikið á þegar hitadúkurinn umtalaði var lagður á Laugardalsvöll í dag. Þar á hann að vera næstu daga og sjá til þess að völlurinn frjósi ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×