Í harðkornadekkjum er falin samfélagsábyrgð Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2013 10:30 Margir skipta yfir á vetrardekkin þessa dagana. Þróun fyrirtækjarekstrar á undanförnum árum hefur nokkuð snúist frá því að láta einvörðungu gott af sér leiða á sviði líknar- og góðgerðarmála yfir í að sína í verki sátt og samlyndi við menn og náttúru og gera það með þeim hætti að eftir er tekið. Framleiðsla og notkun harðkornadekkja gerir það með margvíslegum hætti. Fyrst mætti nefna að vafalítið er leitun að vöru sem stuðlar með jafn áberandi hætti að aukinni sjálfbærni eins og að endurnýta dekk. Í annan stað mun notkun harðkornadekkja draga úr notkun nagladekkja sem þýðir minna svifryk, sem nýlegar rannsóknir sýna að er enn meira heilsuspillandi en áður var talið. Helgi Geirharðsson og Kristinn R. Sigurðsson standa að þróun, innflutningi og sölu harðkornadekkja, en Helgi hefur unnið ötullega í á annan áratug að framgangi harðkornadekkja hér á landi svo losna megi við þær slæmu afleiðingar sem hljótast af mikilli nagladekkjanotkun. Aðspurðir um næstu skref þeirra í þessari sjálfskipuðu herför sögðu þeir; “Hugmynd okkar, sem stöndum að þessum innflutningi í dag, er að innan nokkurra ára skapist þær forsendur sem réttlæti að reisa harðkornadekkjaverksmiðju hér á landi. Slík verksmiðja ætti að skapa allt að 10 störf og spara yfir 300 milljónir í gjaldeyri á hverju ári. Spurning er hvort slíkt verkefni flokkist undir samfélagslega ábyrgð, en ávinningurinn fyrir þjóðfélagið er augljós”. En skiptir þetta einhverju máli og er hægt að gefa dæmi um hvaða áhrif það hefur ef 100 bílar skipta frá nöglum yfir í harðkornadekk? “Já, þetta skiptir ótrúlega miklu máli. Árið 2001 var Landsíminn með 90 fólksbifreiðar á harðkornadekkjum sem áður höfðu verið á nagladekkjum. Forsvarsmenn Landsímans reiknuðu út að við þessa einföldu ráðstöfun sparaðist um 18 tonn af malbiki yfir vetrarmánuðina og má áætla að af því hafi nálægt eitt tonn verið svifryk. Fyrir borgaryfirvöld er því augljóslega um að ræða mikinn sparnað í viðhaldi gatna en miklu þyngra vegur betri loftgæði sem þýðir betri heilsa fyrir borgarbúa. Aukakostnaður vegna 100 bíla sem aka á nagladekkjum, vegna viðhalds gatna, má gróflega áætla 1 milljón króna á ári”. Er þetta ekki óöruggara í umferðinni? “Nei, það er langur vegur frá því. Fyrir nokkrum árum framkvæmdi sænska vegamálastofnunin (VTI) samanburðarpróf á harðkornadekkjum og bestu vetrardekkjum sem þá voru á markaðnum. Athugað var við aðstæður sem eru algengustu hættulegu skilyrðin hér á höfuðborgasvæðinu, þ.e. við frostmark. Harðkornadekkin komu betur út en nagladekk ef notast var við ABS bremsur og miklu betur út en þekkt vörumerki í dekkjageiranum. Í beygju- og bremsuprófi munaði 32% og 36% á virkni harðkornadekkja og þess dekks sem stóð sig næst best. Þá má einnig nefna að starsfshópur á vegum samgönguráðs komst að þeirri niðurstöðu í október 2009 að harðkornadekk væru betri til vetraraksturs en önnur vetrardekk. Í ályktun hópsins var gengið svo langt að lagt var til að með markvissum áróðri og fræðslu kæmu harkornadekk alfarið í stað nagladekkja”. Er þetta ekki dýrara fyrir bílaeigendur? “Þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar og álit starfshópsins sem vísað er í hér að ofan um gæði harðkornadekkja, fram yfir önnur vetrardekk, þá eru harðkornadekk lítið dýrari en ódýrustu dekkin en miklu ódýrari en dýrustu vörumerkin. Á heimasíðu okkar, www.hardkornadekk.is er að finna upplýsingar um verð og stærðir sem við getum útvegað ásamt margvíslegum fróðleik um dekkin. Ef hugsað er um þann þjóðhagslega sparnað sem fæst af fækkun nagladekkja, vegna tilkomu harðkornadekkja, má færa fyrir því góð rök að harðkornadekk séu lang ódýrustu dekkin á markaðnum, sögðu þeir Helgi og Kristinn að lokum”. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent
Þróun fyrirtækjarekstrar á undanförnum árum hefur nokkuð snúist frá því að láta einvörðungu gott af sér leiða á sviði líknar- og góðgerðarmála yfir í að sína í verki sátt og samlyndi við menn og náttúru og gera það með þeim hætti að eftir er tekið. Framleiðsla og notkun harðkornadekkja gerir það með margvíslegum hætti. Fyrst mætti nefna að vafalítið er leitun að vöru sem stuðlar með jafn áberandi hætti að aukinni sjálfbærni eins og að endurnýta dekk. Í annan stað mun notkun harðkornadekkja draga úr notkun nagladekkja sem þýðir minna svifryk, sem nýlegar rannsóknir sýna að er enn meira heilsuspillandi en áður var talið. Helgi Geirharðsson og Kristinn R. Sigurðsson standa að þróun, innflutningi og sölu harðkornadekkja, en Helgi hefur unnið ötullega í á annan áratug að framgangi harðkornadekkja hér á landi svo losna megi við þær slæmu afleiðingar sem hljótast af mikilli nagladekkjanotkun. Aðspurðir um næstu skref þeirra í þessari sjálfskipuðu herför sögðu þeir; “Hugmynd okkar, sem stöndum að þessum innflutningi í dag, er að innan nokkurra ára skapist þær forsendur sem réttlæti að reisa harðkornadekkjaverksmiðju hér á landi. Slík verksmiðja ætti að skapa allt að 10 störf og spara yfir 300 milljónir í gjaldeyri á hverju ári. Spurning er hvort slíkt verkefni flokkist undir samfélagslega ábyrgð, en ávinningurinn fyrir þjóðfélagið er augljós”. En skiptir þetta einhverju máli og er hægt að gefa dæmi um hvaða áhrif það hefur ef 100 bílar skipta frá nöglum yfir í harðkornadekk? “Já, þetta skiptir ótrúlega miklu máli. Árið 2001 var Landsíminn með 90 fólksbifreiðar á harðkornadekkjum sem áður höfðu verið á nagladekkjum. Forsvarsmenn Landsímans reiknuðu út að við þessa einföldu ráðstöfun sparaðist um 18 tonn af malbiki yfir vetrarmánuðina og má áætla að af því hafi nálægt eitt tonn verið svifryk. Fyrir borgaryfirvöld er því augljóslega um að ræða mikinn sparnað í viðhaldi gatna en miklu þyngra vegur betri loftgæði sem þýðir betri heilsa fyrir borgarbúa. Aukakostnaður vegna 100 bíla sem aka á nagladekkjum, vegna viðhalds gatna, má gróflega áætla 1 milljón króna á ári”. Er þetta ekki óöruggara í umferðinni? “Nei, það er langur vegur frá því. Fyrir nokkrum árum framkvæmdi sænska vegamálastofnunin (VTI) samanburðarpróf á harðkornadekkjum og bestu vetrardekkjum sem þá voru á markaðnum. Athugað var við aðstæður sem eru algengustu hættulegu skilyrðin hér á höfuðborgasvæðinu, þ.e. við frostmark. Harðkornadekkin komu betur út en nagladekk ef notast var við ABS bremsur og miklu betur út en þekkt vörumerki í dekkjageiranum. Í beygju- og bremsuprófi munaði 32% og 36% á virkni harðkornadekkja og þess dekks sem stóð sig næst best. Þá má einnig nefna að starsfshópur á vegum samgönguráðs komst að þeirri niðurstöðu í október 2009 að harðkornadekk væru betri til vetraraksturs en önnur vetrardekk. Í ályktun hópsins var gengið svo langt að lagt var til að með markvissum áróðri og fræðslu kæmu harkornadekk alfarið í stað nagladekkja”. Er þetta ekki dýrara fyrir bílaeigendur? “Þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar og álit starfshópsins sem vísað er í hér að ofan um gæði harðkornadekkja, fram yfir önnur vetrardekk, þá eru harðkornadekk lítið dýrari en ódýrustu dekkin en miklu ódýrari en dýrustu vörumerkin. Á heimasíðu okkar, www.hardkornadekk.is er að finna upplýsingar um verð og stærðir sem við getum útvegað ásamt margvíslegum fróðleik um dekkin. Ef hugsað er um þann þjóðhagslega sparnað sem fæst af fækkun nagladekkja, vegna tilkomu harðkornadekkja, má færa fyrir því góð rök að harðkornadekk séu lang ódýrustu dekkin á markaðnum, sögðu þeir Helgi og Kristinn að lokum”.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent