570 hestafla Panamera Turbo S Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 13:45 Porsche Panamera Turbo S Þeir sturtast út nýju bílarnir frá Porsche þessa dagana. Sá nýjasti er ofuröflug gerð af fjögurra hurða lúxusfjölskyldubílnum Panamera, nú með aukanafnið Gran Turismo. Þessi bíll er ekki sérlega latur með sín 570 hestöfl og 750 Nm tog og nær hann 100 km hraða á 3,8 sekúndum, sem er þónokkuð undarlegt fyrir svo stóran bíl. Aflaukningin frá forveranum er 50 hestöfl. Samt eyðir þessi bíll ekki nema 10,2 lítrum á hundraðið, sem er 11% minna en forveri hans gerði. Hann er einnig fáanlegur í lengri gerð og er sá 15 sentimetrum lengri og fer því nokkuð vel um aftursætisfarþega. Nægt er plássið reyndar í styttri gerðinni. Þessi bíll er sem eðlilegt er á nokkuð breiðum dekkjum, þ.e. jafnbreiðum og Porsche 911 Turbo. Bíllinn er á hækkanlegri loftpúðafjöðrun og bremsurnar, sem þróaðar voru í keppnisakstri, eru nú 50% léttari en í forvera hans. Framsætin eru stillanleg á 14 vegu og öll sæti bílsins eru með hitara. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Þeir sturtast út nýju bílarnir frá Porsche þessa dagana. Sá nýjasti er ofuröflug gerð af fjögurra hurða lúxusfjölskyldubílnum Panamera, nú með aukanafnið Gran Turismo. Þessi bíll er ekki sérlega latur með sín 570 hestöfl og 750 Nm tog og nær hann 100 km hraða á 3,8 sekúndum, sem er þónokkuð undarlegt fyrir svo stóran bíl. Aflaukningin frá forveranum er 50 hestöfl. Samt eyðir þessi bíll ekki nema 10,2 lítrum á hundraðið, sem er 11% minna en forveri hans gerði. Hann er einnig fáanlegur í lengri gerð og er sá 15 sentimetrum lengri og fer því nokkuð vel um aftursætisfarþega. Nægt er plássið reyndar í styttri gerðinni. Þessi bíll er sem eðlilegt er á nokkuð breiðum dekkjum, þ.e. jafnbreiðum og Porsche 911 Turbo. Bíllinn er á hækkanlegri loftpúðafjöðrun og bremsurnar, sem þróaðar voru í keppnisakstri, eru nú 50% léttari en í forvera hans. Framsætin eru stillanleg á 14 vegu og öll sæti bílsins eru með hitara.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent