Grillaður lambahryggur með seljurót, grænkáli og krækiberjasósu 31. október 2013 15:00 Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, tók hús á Sigurbirni Hjaltasyni á Kiðafelli og ræddi við hann um sauðfjárrækt. Hvaða aðferðum beitir bóndinn til þess að framleiða gott lambakjöt og hvað er það sem matreiðslumaðurinn er að leita eftir? Á Grillinu elda Sigurður og Atli aðstoðarmaður hans síðan ferskan hryggvöðva með ómótstæðilegu meðlæti. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Grillaður lambahryggur með seljurót, grænkáli og krækiberjasósu Hér er haldið í bragðið sem er úr náttúrunni. Sótt er í lyngið og krækiberin sem eru í beitarhögum lambsins til þess að krydda réttinn. Í sósuna er notaður kaldpressaður krækiberjasafi að helmingi á móti soði. Þannig næst fram sætt berjabragð sem minnir á árstíðina.LambahryggvöðviHráefni: 1 stk. lambahryggur, vel holdfylltursalt og piparÞurrkuð aðalbláberÞurrkað bláberjalyngÞurrkað blóðbergVillt einiberAðferð: Kaupið ferskan lambahrygg sem búinn er að hanga í það minnsta 5 daga. Mælt er með því að geyma lambahrygginn á grind í kæli í 1 viku áður en hann er eldaður. Úrbeinið hrygginn og snyrtið fituna. Kryddið með salti og pipar. Grillið lambið á funheitu grilli. Setjið hryggvöðvann á ofnplötu og kryddið með jöfnum hlutföllum af þurrkuðum aðalbláberjum, bláberjalyngi, blóðbergi og einiberjum. Eldið hryggvöðvann í ofni við 160 °C í 4 – 6 mín. Látið lambið hvíla úti á borði undir álpappír í 15 mín. Lambahryggvöðvinn á að vera 58 °C í kjarnahita þegar hann er tilbúinn. Seljurót Hráefni: 2 stk. seljurót 60 g heslihnetuolía 60 g gott eplaedik 10 g salt 200 g vatn 15 g sykur 100 g smjör (sem er búið að brúna) 1 búnt steinselja Aðferð: Vefjið seljurótinni í álpappír og bakið heila í ofni við 200 °C í 2 klst. Takið úr ofninum og afhýðið. Setjið 1 stk. seljurót í blandara og maukið. Bætið 50 g af brúnuðu smjöri út í maukið og kryddið til með salti og smá sítrónusafa. Rífið hina seljurótina í grófa bita, kryddið með salti og steikið á pönnu í restinni af brúna smjörinu. Gerið vinagrettu úr eplaediki, salti, sykri, vatni og heslihnetuolíunni. Veltið seljurótinni þegar hún kemur af pönnunni upp úr vinagrettunni og stráið fínt saxaðri steinselju yfir rótina. Krækiberjasósa Hráefni: 1 ltr. gott lamabasoð 1 ltr. kaldpressaður krækiberjasafi frá Íslenskri hollustu 50 ml kirsuberjaedik 10 g smjör Aðferð:Sjóðið krækiberjasafann niður um ¾. Sjóðið lambasoðið niður um helming. Bætið soðinu saman við krækiberjasafann. Sjóðið edikið niður um helming og blandið saman við sósuna. Þykkið og smakkið til með salti. Bætið smjöri í sósuna rétt áður en hún er borin fram. Grænkál Fjarlægið stilkinn úr grænkálinu og rífið niður í hæfilegar stærðir. Snöggsteikið grænkálið í nokkrar sekúndur í smjöri á pönnu. Takið af hitanum og kryddið með salti og sítrónusafa. Sigurður Helgason yfirmatreiðslumaður og Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli. Grillréttir Lambakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið
Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, tók hús á Sigurbirni Hjaltasyni á Kiðafelli og ræddi við hann um sauðfjárrækt. Hvaða aðferðum beitir bóndinn til þess að framleiða gott lambakjöt og hvað er það sem matreiðslumaðurinn er að leita eftir? Á Grillinu elda Sigurður og Atli aðstoðarmaður hans síðan ferskan hryggvöðva með ómótstæðilegu meðlæti. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Grillaður lambahryggur með seljurót, grænkáli og krækiberjasósu Hér er haldið í bragðið sem er úr náttúrunni. Sótt er í lyngið og krækiberin sem eru í beitarhögum lambsins til þess að krydda réttinn. Í sósuna er notaður kaldpressaður krækiberjasafi að helmingi á móti soði. Þannig næst fram sætt berjabragð sem minnir á árstíðina.LambahryggvöðviHráefni: 1 stk. lambahryggur, vel holdfylltursalt og piparÞurrkuð aðalbláberÞurrkað bláberjalyngÞurrkað blóðbergVillt einiberAðferð: Kaupið ferskan lambahrygg sem búinn er að hanga í það minnsta 5 daga. Mælt er með því að geyma lambahrygginn á grind í kæli í 1 viku áður en hann er eldaður. Úrbeinið hrygginn og snyrtið fituna. Kryddið með salti og pipar. Grillið lambið á funheitu grilli. Setjið hryggvöðvann á ofnplötu og kryddið með jöfnum hlutföllum af þurrkuðum aðalbláberjum, bláberjalyngi, blóðbergi og einiberjum. Eldið hryggvöðvann í ofni við 160 °C í 4 – 6 mín. Látið lambið hvíla úti á borði undir álpappír í 15 mín. Lambahryggvöðvinn á að vera 58 °C í kjarnahita þegar hann er tilbúinn. Seljurót Hráefni: 2 stk. seljurót 60 g heslihnetuolía 60 g gott eplaedik 10 g salt 200 g vatn 15 g sykur 100 g smjör (sem er búið að brúna) 1 búnt steinselja Aðferð: Vefjið seljurótinni í álpappír og bakið heila í ofni við 200 °C í 2 klst. Takið úr ofninum og afhýðið. Setjið 1 stk. seljurót í blandara og maukið. Bætið 50 g af brúnuðu smjöri út í maukið og kryddið til með salti og smá sítrónusafa. Rífið hina seljurótina í grófa bita, kryddið með salti og steikið á pönnu í restinni af brúna smjörinu. Gerið vinagrettu úr eplaediki, salti, sykri, vatni og heslihnetuolíunni. Veltið seljurótinni þegar hún kemur af pönnunni upp úr vinagrettunni og stráið fínt saxaðri steinselju yfir rótina. Krækiberjasósa Hráefni: 1 ltr. gott lamabasoð 1 ltr. kaldpressaður krækiberjasafi frá Íslenskri hollustu 50 ml kirsuberjaedik 10 g smjör Aðferð:Sjóðið krækiberjasafann niður um ¾. Sjóðið lambasoðið niður um helming. Bætið soðinu saman við krækiberjasafann. Sjóðið edikið niður um helming og blandið saman við sósuna. Þykkið og smakkið til með salti. Bætið smjöri í sósuna rétt áður en hún er borin fram. Grænkál Fjarlægið stilkinn úr grænkálinu og rífið niður í hæfilegar stærðir. Snöggsteikið grænkálið í nokkrar sekúndur í smjöri á pönnu. Takið af hitanum og kryddið með salti og sítrónusafa. Sigurður Helgason yfirmatreiðslumaður og Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli.
Grillréttir Lambakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið