Evrópusambandið hlustar á Þjóðverja Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2013 11:45 Í samsetningaverksmiðju BMW í Þýskalandi. Þau undur og stórmerki gerðust í síðustu viku að Evrópusambandið féll frá þeirri fyrri kröfu sinni að allir bílaframleiðendur litu kröfu um 95 g CO2 mengun bíla sinna að meðaltali árið 2020. Sú tala verður endurskoðuð og sett fram innan fárra vikna. Þýsku bílaframleiðendurnir Daimler Benz og BMW höfðu í rökstuðningi sínum bentu á að öllu stærri bílar þeirra en frönsku og ítölsku framleiðendanna myndu eiga í stórkostlegum vandræðum að hlýta þessari kröfu og fyrir vikið myndu tapast mörg störf í þeirra fyrirtækjum. Samhliða kröfunni um 95 g af CO2 máttu evrópskir bílar ekki eyða nema 4 lítrum á hundraðið að meðaltali og það hljómaði jafn illa í eyrum þýskra framleiðenda. Krafa Þjóðverjanna er ennfremur sú að þessum lágu tölum þyrfti ekki að hlýta fyrr en árið 2024, eða 4 árum seinna. Þýsku framleiðendurnir benda á að þeir séu tilbúnir til að hlýta ströngum kröfum um eyðslu og mengun, en markið hafi verið sett of hátt, eða öllu heldur of lágt! Þýsku framleiðendurnir fengu stuðning frá löndum eins og Bretlandi og Póllandi. Umhverfissinnar eru fokreiðir útí Evrópusambandið að hafa beygt sig fyrir Þjóðverjum og að þeir standi í vegi fyrir því að Evrópa taki forystuna í framleiðslu umhverfisvænna bíla. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent
Þau undur og stórmerki gerðust í síðustu viku að Evrópusambandið féll frá þeirri fyrri kröfu sinni að allir bílaframleiðendur litu kröfu um 95 g CO2 mengun bíla sinna að meðaltali árið 2020. Sú tala verður endurskoðuð og sett fram innan fárra vikna. Þýsku bílaframleiðendurnir Daimler Benz og BMW höfðu í rökstuðningi sínum bentu á að öllu stærri bílar þeirra en frönsku og ítölsku framleiðendanna myndu eiga í stórkostlegum vandræðum að hlýta þessari kröfu og fyrir vikið myndu tapast mörg störf í þeirra fyrirtækjum. Samhliða kröfunni um 95 g af CO2 máttu evrópskir bílar ekki eyða nema 4 lítrum á hundraðið að meðaltali og það hljómaði jafn illa í eyrum þýskra framleiðenda. Krafa Þjóðverjanna er ennfremur sú að þessum lágu tölum þyrfti ekki að hlýta fyrr en árið 2024, eða 4 árum seinna. Þýsku framleiðendurnir benda á að þeir séu tilbúnir til að hlýta ströngum kröfum um eyðslu og mengun, en markið hafi verið sett of hátt, eða öllu heldur of lágt! Þýsku framleiðendurnir fengu stuðning frá löndum eins og Bretlandi og Póllandi. Umhverfissinnar eru fokreiðir útí Evrópusambandið að hafa beygt sig fyrir Þjóðverjum og að þeir standi í vegi fyrir því að Evrópa taki forystuna í framleiðslu umhverfisvænna bíla.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent