Viðskipti erlent

Instagram loksins komið á Windows síma

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Instagram mun verða aðgengilegt á símunum einhverntíman á næstu vikum. Einnig verða fleiri öpp aðgengileg, til dæmis Temple Run 2, EA Sports og WhatsApp.
Instagram mun verða aðgengilegt á símunum einhverntíman á næstu vikum. Einnig verða fleiri öpp aðgengileg, til dæmis Temple Run 2, EA Sports og WhatsApp.
Instagram er loksins komið á Windows síma í gegnum Nokia Lumia síma. Nokia tilkynnti um þetta á Nokia World, ráðstefnu sem nú er haldin í Abu Dhabi. Þetta kemur fram á Gizmodo.

Instagram mun verða aðgengilegt á símunum einhverntíman á næstu vikum. Einnig verða fleiri öpp aðgengileg, til dæmis Temple Run 2, EA Sports og WhatsApp.

Notendur Windows síma hafa getað notað Instagram síðustu mánuði með því að nota Hipstamatic appið. En núna er hægt að fara beint á Instagram sem verður væntanlega töluverð breyting fyrir notendur símanna.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×