Benz tvöfaldar sölu S-Class Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 08:15 Mercedes Benz S-Class Mercedes Benz hefur tekið á móti 30.000 pöntunum eingöngu í Evrópu í nýja kynslóð hins stóra S-Class lúxusbíls á aðeins 3 mánuðum. Allt árið í fyrra seldust þar 65.000 slíkir bílar og hefur því eftirspurnin nær tvöfaldast. Því eru forsvarsmenn Mercedes Benz í Stuttgart í skýjunum, þar sem ákveðinnar hræðslu gætti við að markaðssetja svo dýran bíl á tímum erfiðrar bílasölu í álfunni. S-Class bíllinn kostar skildinginn, 72.000 Evrur, eða tæpar 12 milljónir króna. S-Class bíll Mercedes Benz hefur ávallt selst ágætlega í Bandaríkjunum og er svo enn, þó svo Tesla Model S hafa vissulega klipið mjög af öðrum framleiðendum stórra lúxusbíla þar. Mercedes Benz seldi fleiri bíla í september en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert áður ef allar gerðir þess eru lagðar saman. Vóg þar mjög mikil sala í Asíu, þá helst í Kína og Japan. Kínamarkaður er Benz mjög mikilvægur þar sem næstum jafn margir Mercedes Benz bílar seljast þar og í Þýskalandi og örugglega stutt í að Kína fari framúr heimalandinu í sölu, líklega á næsta ári. Ekkert sérlega ljótur að innan Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent
Mercedes Benz hefur tekið á móti 30.000 pöntunum eingöngu í Evrópu í nýja kynslóð hins stóra S-Class lúxusbíls á aðeins 3 mánuðum. Allt árið í fyrra seldust þar 65.000 slíkir bílar og hefur því eftirspurnin nær tvöfaldast. Því eru forsvarsmenn Mercedes Benz í Stuttgart í skýjunum, þar sem ákveðinnar hræðslu gætti við að markaðssetja svo dýran bíl á tímum erfiðrar bílasölu í álfunni. S-Class bíllinn kostar skildinginn, 72.000 Evrur, eða tæpar 12 milljónir króna. S-Class bíll Mercedes Benz hefur ávallt selst ágætlega í Bandaríkjunum og er svo enn, þó svo Tesla Model S hafa vissulega klipið mjög af öðrum framleiðendum stórra lúxusbíla þar. Mercedes Benz seldi fleiri bíla í september en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert áður ef allar gerðir þess eru lagðar saman. Vóg þar mjög mikil sala í Asíu, þá helst í Kína og Japan. Kínamarkaður er Benz mjög mikilvægur þar sem næstum jafn margir Mercedes Benz bílar seljast þar og í Þýskalandi og örugglega stutt í að Kína fari framúr heimalandinu í sölu, líklega á næsta ári. Ekkert sérlega ljótur að innan
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent