Viðskipti erlent

Minni fjölgun starfa en var spáð

UE skrifar
Lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum veldur margvíslegum vandræðum.
Lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum veldur margvíslegum vandræðum.
Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 148 þúsund í september. Hagfræðingar höfðu spáð fyrir um aukningu um 180 þúsund störf í september. Þetta er því minni aukning en spáð var. Atvinnuleysi var 7,2% í september en það var 7,3% í ágúst.

Þetta kemur fram á fréttavefsíðu BBC.

Lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum tafði fyrir útgáfu þessara gagna. Næstu tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum verða birtar áttunda nóvember, viku á eftir áætlun. Seinkunin skýrist af lokun ríkisstofnana.

Ríkisstarfsmennirnir hjá Vinnumálastofnun Bandaríkjanna voru sendir í launalaust leyfi á meðan á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum stóð sem vekur upp efasemdir um að stofnunin geti safnað áreiðanlegum gögnum um októbermánuð.

Seinkun á tölum fyrir september veldur aftur seinkun á tölum fyrir október. Önnur ástæða fyrir því að tölurnar fyrir október verða seint á ferðinni er að erfitt er að mæla óbein áhrif lokunar ríkisstofnana á atvinnumissi í einkageiranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×