1.700 hestafla Nissan GT-R á 402 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 10:30 Breytingafyrirtækið Switzer nær með miklum kúnstum ríflega 1.700 hestöflum útúr þessum Nissan GT-R bíl. Ekki það að óbreyttur GT-R sé eitthvað latur, en þannig er hann 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi náði hinsvegar 402 km hraða á einni mílu í árlegri keppni sem haldin er í nágrenni Moskvu í Rússlandi, en þar keppa bílar um að komast eina mílu á sem sneggstum tíma. Það tók hann aðeins 22,6 sekúndur að ná 402 km hraða og hafa aðeins tveir aðrir bílar náð yfir 400 km hraða í keppninni, Ford GT og breyttur Chevrolet Camaro. Forþjöppur þessa Nissan GT-R bíls, sem fengið hefur nafnið „Goliath“, eru aðrar en þær upprunanlegu og bætt hefur verið við risastórum keflablásurum, en vélin er sú sama, þ.e. 3,8 lítra sex strokka vél. Þó að mikið sé breytt í vélarrúmi GT-R bílsins er hann ennþá löglegur á venjulegum götum. Bæði má sjá myndir innanúr bílnum og fyrir utan í míluspyrnunni í meðfylgjandi myndskeiði Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
Breytingafyrirtækið Switzer nær með miklum kúnstum ríflega 1.700 hestöflum útúr þessum Nissan GT-R bíl. Ekki það að óbreyttur GT-R sé eitthvað latur, en þannig er hann 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi náði hinsvegar 402 km hraða á einni mílu í árlegri keppni sem haldin er í nágrenni Moskvu í Rússlandi, en þar keppa bílar um að komast eina mílu á sem sneggstum tíma. Það tók hann aðeins 22,6 sekúndur að ná 402 km hraða og hafa aðeins tveir aðrir bílar náð yfir 400 km hraða í keppninni, Ford GT og breyttur Chevrolet Camaro. Forþjöppur þessa Nissan GT-R bíls, sem fengið hefur nafnið „Goliath“, eru aðrar en þær upprunanlegu og bætt hefur verið við risastórum keflablásurum, en vélin er sú sama, þ.e. 3,8 lítra sex strokka vél. Þó að mikið sé breytt í vélarrúmi GT-R bílsins er hann ennþá löglegur á venjulegum götum. Bæði má sjá myndir innanúr bílnum og fyrir utan í míluspyrnunni í meðfylgjandi myndskeiði
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent