Sögulok Holden skúffubílsins Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 13:26 Hjá andfætlingum okkar í Ástralíu hefur Holden bílaframleiðandinn framleitt Holden Commodore skúffubílinn í 65 ár, en nú er komið að leiðarlokum. Holden, sem er í eigu General Motors, getur ekki lengur réttlætt þróun nýrrar kynslóðar þessa bíls þar sem sala hans hefur látið mikið undan síga á síðustu árum fyrir bílum eins og Toyota Hilux og ódýrum skúffubílum sem framleiddir eru í Tælandi. Holden hefur gegnum árin átt stóran hluta bílamarkaðarins í Ástralíu, en á nú einungis 10% hans, sem er lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu frá árinu 1957. Sala Holden Commodore skúffubílsins hefur minnkað um 31% í ár frá því í fyrra. Framleiðslu núverandi kynslóða Holden skúffubílsins verður ekki hætt fyrr en í enda ársins 2016, svo aðdáendur hans hafa enn tíma til að tryggja sér eintak áður en sölunni verður endanlega hætt. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Hjá andfætlingum okkar í Ástralíu hefur Holden bílaframleiðandinn framleitt Holden Commodore skúffubílinn í 65 ár, en nú er komið að leiðarlokum. Holden, sem er í eigu General Motors, getur ekki lengur réttlætt þróun nýrrar kynslóðar þessa bíls þar sem sala hans hefur látið mikið undan síga á síðustu árum fyrir bílum eins og Toyota Hilux og ódýrum skúffubílum sem framleiddir eru í Tælandi. Holden hefur gegnum árin átt stóran hluta bílamarkaðarins í Ástralíu, en á nú einungis 10% hans, sem er lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu frá árinu 1957. Sala Holden Commodore skúffubílsins hefur minnkað um 31% í ár frá því í fyrra. Framleiðslu núverandi kynslóða Holden skúffubílsins verður ekki hætt fyrr en í enda ársins 2016, svo aðdáendur hans hafa enn tíma til að tryggja sér eintak áður en sölunni verður endanlega hætt.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent