„Getum ekki boðið upp á aukasýningu eins og Björgvin Halldórsson“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2013 09:27 Þórir Hákonarson mynd/vilhelm Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. Tilkynnt var á heimasíðu KSÍ í gær að miðar færu í sölu í dag. Þó kom ekki fram klukkan hvað miðasala hæfist en heimildir Vísis herma að ákvörðunin hafi verið meðvituð þar sem talið var að sölukerfið myndi hrynja yrði álag of mikið.Sparkspekingar úthúða KSÍ Þórir sagðist ekki vita nákvæmlega hve margir miðar fóru í sölu til almennings í nótt og sömuleiðis hve margir hefðu farið til styrktaraðila. „Við fórum þessa leið í samráði við starfsmenn midi.is en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að eftirspurnin eftir miða á leikinn yrði gríðarleg,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Það var vitað fyrir að eftirspurnin eftir miðum á leikinn væri mun meiri en venjulega en líklega hefðum við getað selt yfir 25.000 miða.“ „Núna þurfum við alvarlega að skoða þann möguleika að fólk fái að leggja inn pöntun fyrir miðum um mánuði fyrir leik og í framhaldinu af því yrði happadrætti um lausa miða eins og þekkist erlendis.“Mynd/VilhelmFólk óskar eftir miðum á Bland Að sögn Þóris fengu Króatar eitt þúsund miða en til að mynda fyrir leikinn gegn Kýpverjum voru engir miðar fráteknir fyrir stuðningsmenn Kýpur. „Handhafar A-passa sem eru dómarar, starfsmenn og blaðamenn eru samtals 240 miðar og við reyndum að halda þeirri tölu eins lágri og mögulegt er. Samstarfsaðilar KSÍ fengu einnig ákveðið magn af miðum en ég á eftir að taka það almennilega saman hversu margir miðar það eru. Við reynum ávallt að halda öllu slíku í algjöru lágmarki.“ „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða uppá aukasýningu.“ Þórir útilokar ekki að leikurinn verði sýndur risaskjá í Laugardalhöll eða einhverjum slíkum stað.Mynd/VilhelmFengu ekki miða og eru hundfúl.Uppfært: Þórir Hákonarson sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að um 1000 til 1500 miðar hefðu farið til samstarfsaðila. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Landsleikur Íslands og Króatíu fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 "KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. Tilkynnt var á heimasíðu KSÍ í gær að miðar færu í sölu í dag. Þó kom ekki fram klukkan hvað miðasala hæfist en heimildir Vísis herma að ákvörðunin hafi verið meðvituð þar sem talið var að sölukerfið myndi hrynja yrði álag of mikið.Sparkspekingar úthúða KSÍ Þórir sagðist ekki vita nákvæmlega hve margir miðar fóru í sölu til almennings í nótt og sömuleiðis hve margir hefðu farið til styrktaraðila. „Við fórum þessa leið í samráði við starfsmenn midi.is en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að eftirspurnin eftir miða á leikinn yrði gríðarleg,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Það var vitað fyrir að eftirspurnin eftir miðum á leikinn væri mun meiri en venjulega en líklega hefðum við getað selt yfir 25.000 miða.“ „Núna þurfum við alvarlega að skoða þann möguleika að fólk fái að leggja inn pöntun fyrir miðum um mánuði fyrir leik og í framhaldinu af því yrði happadrætti um lausa miða eins og þekkist erlendis.“Mynd/VilhelmFólk óskar eftir miðum á Bland Að sögn Þóris fengu Króatar eitt þúsund miða en til að mynda fyrir leikinn gegn Kýpverjum voru engir miðar fráteknir fyrir stuðningsmenn Kýpur. „Handhafar A-passa sem eru dómarar, starfsmenn og blaðamenn eru samtals 240 miðar og við reyndum að halda þeirri tölu eins lágri og mögulegt er. Samstarfsaðilar KSÍ fengu einnig ákveðið magn af miðum en ég á eftir að taka það almennilega saman hversu margir miðar það eru. Við reynum ávallt að halda öllu slíku í algjöru lágmarki.“ „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða uppá aukasýningu.“ Þórir útilokar ekki að leikurinn verði sýndur risaskjá í Laugardalhöll eða einhverjum slíkum stað.Mynd/VilhelmFengu ekki miða og eru hundfúl.Uppfært: Þórir Hákonarson sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að um 1000 til 1500 miðar hefðu farið til samstarfsaðila. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Landsleikur Íslands og Króatíu fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 "KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30
"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32
Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00
Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39