Japanskir bílar enn áreiðanlegastir Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2013 08:45 Toyota bílar í röðum Á hverju ári birtir Consumer Reports í Bandaríkjunum lista yfir þá bílaframleiðendur sem framleiða áreiðanlegustu bíla sem seldir eru þarlendis. Ekki kemur á óvart að japanskir bílaframleiðendur eru afar áberandi á topp 10 listanum og eiga þar 7 fulltrúa. Lexus trónir efst, svo Toyota og Acura, lúxusmerki Honda, er í þriðja sæti. Audi er efst evrópskra framleiðenda í 4. sæti listans og hækkar sig um fjögur sæti frá því í fyrra. Mazda og Infinity, lúxusmerki Nissan, eru svo í fimmta og sjötta sæti listans og Volvo í sjöunda. Enn einn japanski framleiðandinn er svo í áttunda sætinu, þ.e. Honda og Subaru er í tíunda. Milli þeirra í níunda sætinu er GMC, eitt bandarískra merkja á topp 10 listanum. Scion, sem er í eigu Toyota og framleiðir bíla sem höfða eiga til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, hrundi hressilega niður listann á milli ára og er nú í 11. sæti en var í 2. sæti í fyrra. Subaru féll um 5 sæti og Nissan féll um 9 sæti og vermir nú 22. sæti listans og sker sig því úr frá öðrum japönskum framleiðendum. Benz og BMW hækkuðu sig bæði um eitt sæti og eru nú í 13. og 15. sæti. Buick hækkaði um 9 sæti og er nú í 12. sæti listans. Í könnun Consumer Reports voru bílar kannaðir í 18 mismunandi flokkum bíla og voru efstu bílar í 14 flokkum frá Japan og evrópskir bílar voru á toppnum í hinum 4 flokkunum. Enginn bíll frá bandarískum framleiðanda vann neinn af þessum 18 flokkum og er það áhyggjuefni fyrir þetta mikla bílaframleiðsluland. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent
Á hverju ári birtir Consumer Reports í Bandaríkjunum lista yfir þá bílaframleiðendur sem framleiða áreiðanlegustu bíla sem seldir eru þarlendis. Ekki kemur á óvart að japanskir bílaframleiðendur eru afar áberandi á topp 10 listanum og eiga þar 7 fulltrúa. Lexus trónir efst, svo Toyota og Acura, lúxusmerki Honda, er í þriðja sæti. Audi er efst evrópskra framleiðenda í 4. sæti listans og hækkar sig um fjögur sæti frá því í fyrra. Mazda og Infinity, lúxusmerki Nissan, eru svo í fimmta og sjötta sæti listans og Volvo í sjöunda. Enn einn japanski framleiðandinn er svo í áttunda sætinu, þ.e. Honda og Subaru er í tíunda. Milli þeirra í níunda sætinu er GMC, eitt bandarískra merkja á topp 10 listanum. Scion, sem er í eigu Toyota og framleiðir bíla sem höfða eiga til yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, hrundi hressilega niður listann á milli ára og er nú í 11. sæti en var í 2. sæti í fyrra. Subaru féll um 5 sæti og Nissan féll um 9 sæti og vermir nú 22. sæti listans og sker sig því úr frá öðrum japönskum framleiðendum. Benz og BMW hækkuðu sig bæði um eitt sæti og eru nú í 13. og 15. sæti. Buick hækkaði um 9 sæti og er nú í 12. sæti listans. Í könnun Consumer Reports voru bílar kannaðir í 18 mismunandi flokkum bíla og voru efstu bílar í 14 flokkum frá Japan og evrópskir bílar voru á toppnum í hinum 4 flokkunum. Enginn bíll frá bandarískum framleiðanda vann neinn af þessum 18 flokkum og er það áhyggjuefni fyrir þetta mikla bílaframleiðsluland.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent