Stefnir í vínþurrð í heiminum Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. október 2013 23:59 Í víngeiranum stefnir í óefni en samkvæmt rannsókn frá Morgan Stanley Research mun framboð á víni ekki mæta eftirspurn á næstu árum. Á síðasta ári nægði vínframleiðsla rétt svo til þess að anna þeirri eftirspurn sem var til staðar á þeim tíma. Ef við eftirspurnina bætist svo það magn af víni sem notað er til þess að búa til blandaða víndrykki vantaði í raun um 300 milljón kassa af víni til þess að anna eftirspurn. Eins og staðan er núna stefnir í það að heimshörgull verði á víni og það bráðlega. „Gögnin sýna að það geti orðið ónægt framboð á víni til þess að mæta eftirspurn á komandi árum,“ segir í rannsókninni. Vandamálið er í raun tvíþætt. Annars vegar hefur neysla á víni aukist hratt síðan seint á tíunda áratugnum. Árið 1996 var neysla heimsbyggðarinnar á víni 2,400 milljónir í kössum talið og árið 2008 náði vínneysla hámarki. Það ár voru kassarnir af víni sem drukkið var 2800 milljón talsins. Sérstaklega hefur neysla aukist í Bandaríkjunum og Kína. Bandaríkin, sem drekka 12 prósent af öllu víni í heiminum, hafa tvöfaldað sína neyslu síðan í byrjun aldarinnar og sömu sögu má segja um Kína. Þar hefur neyslan tvöfaldast tvisvar sinnum á síðustu 5 árum. Hins vegar hefur vínframleiðsla ekki náð að halda í við aukna eftirspurn. Afköst hafa minnkað jafnt og þétt í mörgum af mest velmegandi vínhéruðum heims. Síðan árið 2004 hafa afköst minnkað um 500 milljón kassa framleidda á ári. Í þeim þremur löndum sem framleiða hvað mest vín á ári hefur landsvæði sem helgað er ræktun vínviðar minnkað síðan árið 2001. Þó eru góðu fréttirnar þær að uppskera ársins 2013 var einstaklega góð miðað við 2012. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í víngeiranum stefnir í óefni en samkvæmt rannsókn frá Morgan Stanley Research mun framboð á víni ekki mæta eftirspurn á næstu árum. Á síðasta ári nægði vínframleiðsla rétt svo til þess að anna þeirri eftirspurn sem var til staðar á þeim tíma. Ef við eftirspurnina bætist svo það magn af víni sem notað er til þess að búa til blandaða víndrykki vantaði í raun um 300 milljón kassa af víni til þess að anna eftirspurn. Eins og staðan er núna stefnir í það að heimshörgull verði á víni og það bráðlega. „Gögnin sýna að það geti orðið ónægt framboð á víni til þess að mæta eftirspurn á komandi árum,“ segir í rannsókninni. Vandamálið er í raun tvíþætt. Annars vegar hefur neysla á víni aukist hratt síðan seint á tíunda áratugnum. Árið 1996 var neysla heimsbyggðarinnar á víni 2,400 milljónir í kössum talið og árið 2008 náði vínneysla hámarki. Það ár voru kassarnir af víni sem drukkið var 2800 milljón talsins. Sérstaklega hefur neysla aukist í Bandaríkjunum og Kína. Bandaríkin, sem drekka 12 prósent af öllu víni í heiminum, hafa tvöfaldað sína neyslu síðan í byrjun aldarinnar og sömu sögu má segja um Kína. Þar hefur neyslan tvöfaldast tvisvar sinnum á síðustu 5 árum. Hins vegar hefur vínframleiðsla ekki náð að halda í við aukna eftirspurn. Afköst hafa minnkað jafnt og þétt í mörgum af mest velmegandi vínhéruðum heims. Síðan árið 2004 hafa afköst minnkað um 500 milljón kassa framleidda á ári. Í þeim þremur löndum sem framleiða hvað mest vín á ári hefur landsvæði sem helgað er ræktun vínviðar minnkað síðan árið 2001. Þó eru góðu fréttirnar þær að uppskera ársins 2013 var einstaklega góð miðað við 2012.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira