At the Gates á Eistnaflugi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. október 2013 09:57 At the Gates þykja líflegir á sviði. Sænska þungarokkshljómsveitin At the Gates verður eitt af aðalnúmerunum á rokkhátíðinni Eistnaflugi næsta sumar en þá verður hátíðin haldin í tíunda sinn. Sveitin spilar melódískt dauðarokk og þykir goðsagnakennd í sínum geira. Stefán Magnússon, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, fagnar komu Svíanna og lofar góðum tónleikum fyrir þeirra hönd. „Þetta er risapungur og algjör handsprengja,“ segir Stefán og segir samkomulag hafa náðst við sveitina í sumar. „Þeir eru yfirleitt aðalnúmerið hvar sem þeir koma fram og klikka ekki á tónleikum. Við erum ekki að fara að upplifa eitthvað prump.“ At the Gates var stofnuð árið 1990 og gaf út sína þekktustu plötu, Slaughter of the Soul, fimm árum síðar. Sveitin þykir ein af þeim merkustu úr sænsku dauðarokksbylgju tíunda áratugarins og drengirnir voru tíðir gestir í þungarokksþáttum evrópsku MTV-sjónvarpsstöðvarinnar á sínum tíma. „Þeir tóku langa pásu, fimm eða sex ár, en hafa undanfarin ár verið duglegir,“ segir Stefán og aðspurður hvort þeir verði stærsta númer Eistnaflugs segir hann þá vera hjartaásinn. „Ham eru spaðaásinn. Þeir eru alltaf uppáhalds. Þeir hafa ekki spilað á Eistnaflugi síðan 2011 og það verður frábært að fá þá aftur.“ Miðasala á Eistnaflug hefst 1. nóvember og auk At the Gates og Ham koma sveitirnar Sólstafir, Skálmöld, Zatokrev, The Vintage Caravan og Brain Police fram ásamt fleirum. „Það á eftir að tilkynna margar hljómsveitir til viðbótar. Við ákváðum að hefja miðasölu fyrr en vanalega, en það er þægilegra fyrir erlendu gestina. Það hafa aldrei komið jafn margir erlendir gestir og síðast en við ætlum að reyna að toppa það næsta sumar.“ Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sænska þungarokkshljómsveitin At the Gates verður eitt af aðalnúmerunum á rokkhátíðinni Eistnaflugi næsta sumar en þá verður hátíðin haldin í tíunda sinn. Sveitin spilar melódískt dauðarokk og þykir goðsagnakennd í sínum geira. Stefán Magnússon, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, fagnar komu Svíanna og lofar góðum tónleikum fyrir þeirra hönd. „Þetta er risapungur og algjör handsprengja,“ segir Stefán og segir samkomulag hafa náðst við sveitina í sumar. „Þeir eru yfirleitt aðalnúmerið hvar sem þeir koma fram og klikka ekki á tónleikum. Við erum ekki að fara að upplifa eitthvað prump.“ At the Gates var stofnuð árið 1990 og gaf út sína þekktustu plötu, Slaughter of the Soul, fimm árum síðar. Sveitin þykir ein af þeim merkustu úr sænsku dauðarokksbylgju tíunda áratugarins og drengirnir voru tíðir gestir í þungarokksþáttum evrópsku MTV-sjónvarpsstöðvarinnar á sínum tíma. „Þeir tóku langa pásu, fimm eða sex ár, en hafa undanfarin ár verið duglegir,“ segir Stefán og aðspurður hvort þeir verði stærsta númer Eistnaflugs segir hann þá vera hjartaásinn. „Ham eru spaðaásinn. Þeir eru alltaf uppáhalds. Þeir hafa ekki spilað á Eistnaflugi síðan 2011 og það verður frábært að fá þá aftur.“ Miðasala á Eistnaflug hefst 1. nóvember og auk At the Gates og Ham koma sveitirnar Sólstafir, Skálmöld, Zatokrev, The Vintage Caravan og Brain Police fram ásamt fleirum. „Það á eftir að tilkynna margar hljómsveitir til viðbótar. Við ákváðum að hefja miðasölu fyrr en vanalega, en það er þægilegra fyrir erlendu gestina. Það hafa aldrei komið jafn margir erlendir gestir og síðast en við ætlum að reyna að toppa það næsta sumar.“
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira