Reiðhjólastell sem vegur 870 grömm Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 13:30 Þau gerast ekki léttari reiðhjólin. Það er deginum ljósara að því léttari sem reiðhjól eru því minna þarf að hafa fyrir því að stíga þau. Því eru mörg þeirra með léttu álstelli, en sumir ganga lengra og nota rándýrar koltrefjar sem vega ótrúlega lítið. Reiðhjólafyrirtækið Vandeyk hefur nú smíðað reiðhjól með grind sem vegur aðeins 870 grömm, en þá eru reyndar ótaldir þeir hlutir sem raðast á það, svo sem gírar, bremsur, sæti, hjólasveif og fleira. Hjólið kostar enga smáaura, eða 1.550.000 krónur, en hver á slíkt í hverjum vasa! Vandeyk fyrirtækið leitaði í smiðju ekki lakari aðila en Formúlu 1 bílasmiðsins Ralf Brand, sem vann áður fyrir Sauber liðið. Hann hefur einnig smíðað fyrir Toro Rosso, Opel bílafyrirtækið og Nascar keppnisbíla. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent
Það er deginum ljósara að því léttari sem reiðhjól eru því minna þarf að hafa fyrir því að stíga þau. Því eru mörg þeirra með léttu álstelli, en sumir ganga lengra og nota rándýrar koltrefjar sem vega ótrúlega lítið. Reiðhjólafyrirtækið Vandeyk hefur nú smíðað reiðhjól með grind sem vegur aðeins 870 grömm, en þá eru reyndar ótaldir þeir hlutir sem raðast á það, svo sem gírar, bremsur, sæti, hjólasveif og fleira. Hjólið kostar enga smáaura, eða 1.550.000 krónur, en hver á slíkt í hverjum vasa! Vandeyk fyrirtækið leitaði í smiðju ekki lakari aðila en Formúlu 1 bílasmiðsins Ralf Brand, sem vann áður fyrir Sauber liðið. Hann hefur einnig smíðað fyrir Toro Rosso, Opel bílafyrirtækið og Nascar keppnisbíla.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent