Bjarki hlaut Bókmennaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 10. október 2013 16:58 Bjarki Karlsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina Árleysi Alda. Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, veitti verðlaunin við athöfn í Höfða sem nema 600 þúsund krónum og árituðu viðurkenningarskjali frá borgarstjóra. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Uppheima. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Verðlaunahandritið árið 2013 er óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu. Handritið snýst í rauninni í kringum leik með gamla bragarhætti og tilfinningin er sú að hin mikla þekking sem höfundur hefur á þeim hafi knúið hann til að nota þá – og ekki síst miðla þeim til yngri eyrna; hann tekur sér stöðu eins og hirðskáld eða höfuðskáld til forna og yrkir um samtíma sinn á fjölbreytilegan hátt. Það er allan tímann skýrt að höfundur hefur framúrskarandi vald á bragarháttunum og hefur náð að flétta það vald saman við skarpa samfélagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefa handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Aukinheldur á sér stað í handritinu lífleg endurvinnsla á menningararfinum og endurvinnsla á hugmyndum okkar um þjóðskáldin og yrkisefni þeirra. Hér er ort af mikilli íþrótt, metnaði og einurð, en þó er leikurinn með tungumálið, kenningar og arfinn alltaf svo mikill að unun er að lesa.“ Bjarki Karlsson er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands styrkir rannsóknina Bundið mál á vestur-norrænu málsvæði á síðari öldum og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir honum vinnuaðstöðu. Bjarki lauk M.A. gráðu í íslenskum fræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2007 og B.A. gráðu í íslensku og almennum málvísindum við HÍ 2005. Árið 1987 varð hann kerfisfræðingur frá Niels Brock-skólanum í Kaupmannahöfn. Bjarki er formaður Óðfræðifélagsins Boðnar, situr í stjórn Ásatrúarfélagsins og í stjórn Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarki hlaut vefverðlaun ÍMARKs og Vefsýnar fyrir besta einstaklingsvefurinn árið 2002. Á vefnum voru helstu fréttir hvers dags endurskrifaðar í bundnu máli og endurtúlkaðar frjálslega. Alls bárust 46 handrit að þessu sinni. Í dómefnd sátu Sigurbjörg Þrastardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, veitti verðlaunin við athöfn í Höfða sem nema 600 þúsund krónum og árituðu viðurkenningarskjali frá borgarstjóra. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Uppheima. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Verðlaunahandritið árið 2013 er óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu. Handritið snýst í rauninni í kringum leik með gamla bragarhætti og tilfinningin er sú að hin mikla þekking sem höfundur hefur á þeim hafi knúið hann til að nota þá – og ekki síst miðla þeim til yngri eyrna; hann tekur sér stöðu eins og hirðskáld eða höfuðskáld til forna og yrkir um samtíma sinn á fjölbreytilegan hátt. Það er allan tímann skýrt að höfundur hefur framúrskarandi vald á bragarháttunum og hefur náð að flétta það vald saman við skarpa samfélagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefa handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Aukinheldur á sér stað í handritinu lífleg endurvinnsla á menningararfinum og endurvinnsla á hugmyndum okkar um þjóðskáldin og yrkisefni þeirra. Hér er ort af mikilli íþrótt, metnaði og einurð, en þó er leikurinn með tungumálið, kenningar og arfinn alltaf svo mikill að unun er að lesa.“ Bjarki Karlsson er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands styrkir rannsóknina Bundið mál á vestur-norrænu málsvæði á síðari öldum og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir honum vinnuaðstöðu. Bjarki lauk M.A. gráðu í íslenskum fræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2007 og B.A. gráðu í íslensku og almennum málvísindum við HÍ 2005. Árið 1987 varð hann kerfisfræðingur frá Niels Brock-skólanum í Kaupmannahöfn. Bjarki er formaður Óðfræðifélagsins Boðnar, situr í stjórn Ásatrúarfélagsins og í stjórn Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarki hlaut vefverðlaun ÍMARKs og Vefsýnar fyrir besta einstaklingsvefurinn árið 2002. Á vefnum voru helstu fréttir hvers dags endurskrifaðar í bundnu máli og endurtúlkaðar frjálslega. Alls bárust 46 handrit að þessu sinni. Í dómefnd sátu Sigurbjörg Þrastardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira