Pepe Reina, markvörður Napoli í ítalska fótboltanum, náði sögulegum árangri á dögunum þegar hann varð fyrstur til að verja víti frá vítaskyttunni öflugu Mario Balotelli.
Reina varði vítið í 2-1 sigri Napoli á San Siro, heimavelli AC Milan. Balotelli var þá búinn að skora úr 26 vítaspyrnum í röð og úr flestum af fádæma öryggi.
„Ég gat ekki hugsað mér að biðja um treyjuna hans eftir að hafa varið vítið frá honum," sagði Pepe Reina við ESPN.
„Þetta var sögulegt atvik og hann gaf mér treyjuna sína. Ég hef hana hjá mér og nota hana sem einstök náttföt. Ég sef í treyjunni hans Balotelli og svo í buxum frá Napoli," sagði Reina léttur.
Pepe Reina kom til Napoli frá Liverpool fyrir tímabilið og hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í ítölsku deildinni í fyrstu sjö umferðunum.
Næsti leikur Napoli-liðsins er á móti toppliði Roma á útivelli.
Reina sefur í treyjunni hans Balotelli
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn




FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn

