Hraðasta kona heims Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2013 10:30 Farartæki Jessi Combs er með 50.000 hestafla þotuhreyfil. Jessi Combs náði nú í vikunni mesta hraða sem nokkur kona hefur náð á fjórum hjólum. Það gerði hún á saltsléttu í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hraðinn sem hún náði var 709 km á klukkustund. Það er enginn venjulegur bíll sem nær þeim hraða, heldur er þetta farartæki nær því að teljast raketta, heitir F-104 Lockheed Starfighter, og er búið þotuhreyfli sem er 50.000 hestöfl. Það met sem Jessi fær skráð sem heimsmet er nokkru hægara, því miðað er við meðalhraða hennar fram og til baka á sléttunni, en sá hraði reyndist vera 632 km/klst. Það dugar reyndar til að slá met kvenna, sem staðið hafði allar götur síðan 1965. Jessi Combs hefur í huga að slá hraðamet beggja kynja og ná yfir 1.225 km hraða á þriggja hjóla bíl, ef svona raketturör er hægt að kalla bíla. Það ætlar hún að gera á næsta ári.Jessi Combs er metnaðarfull kona Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent
Jessi Combs náði nú í vikunni mesta hraða sem nokkur kona hefur náð á fjórum hjólum. Það gerði hún á saltsléttu í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hraðinn sem hún náði var 709 km á klukkustund. Það er enginn venjulegur bíll sem nær þeim hraða, heldur er þetta farartæki nær því að teljast raketta, heitir F-104 Lockheed Starfighter, og er búið þotuhreyfli sem er 50.000 hestöfl. Það met sem Jessi fær skráð sem heimsmet er nokkru hægara, því miðað er við meðalhraða hennar fram og til baka á sléttunni, en sá hraði reyndist vera 632 km/klst. Það dugar reyndar til að slá met kvenna, sem staðið hafði allar götur síðan 1965. Jessi Combs hefur í huga að slá hraðamet beggja kynja og ná yfir 1.225 km hraða á þriggja hjóla bíl, ef svona raketturör er hægt að kalla bíla. Það ætlar hún að gera á næsta ári.Jessi Combs er metnaðarfull kona
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent