Alonso bætti stigamet Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2013 10:48 Fernando Alonso. Mynd/NordicPhotos/Getty Fernando Alonso hjá Ferrari náði ekki að minnka forskot Sebastian Vettel í Japanskappakstrinum í nótt en náði hinsvegar að slá stigamet Michael Schumacher. Spánverjinn er nú sá formúlu eitt ökumaður sem hefur náð í flest stig frá upphafi. Fernando Alonso er 90 stigum á eftir Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitilinn og það eru aðeins 100 stig eftir í pottinum. Alonso talaði um það eftir kappaksturinn í nótt að það væri bara tímaspursmál fyrir Vettel að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð og það er líklegt að það gerist í Indlandskappakstrinum sem er næstur. Alonso fékk 12 stig fyrir að ná fjórða sætinu í nótt og er þar með kominn með 1.571 stig á ferli sínum í formúlu eitt. Hann bætti met Michael Schumacher um tvö stig en Vettel er síðan þriðji með 1.351 stig og á því talsvert í land með ná metinu af Alonso. „Það er frábært að vera orðinn stigahæstur í formúlu eitt frá upphafi," sagði Fernando Alonso en viðurkenndi jafnframt að hann hafi hagnast mikið á breyttri stigagjöf. Frá árinu 2010 fengu menn tvöfalt fleiri stig en áður og að auki voru veitt stig niður í tíu stig. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari náði ekki að minnka forskot Sebastian Vettel í Japanskappakstrinum í nótt en náði hinsvegar að slá stigamet Michael Schumacher. Spánverjinn er nú sá formúlu eitt ökumaður sem hefur náð í flest stig frá upphafi. Fernando Alonso er 90 stigum á eftir Sebastian Vettel í keppninni um heimsmeistaratitilinn og það eru aðeins 100 stig eftir í pottinum. Alonso talaði um það eftir kappaksturinn í nótt að það væri bara tímaspursmál fyrir Vettel að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð og það er líklegt að það gerist í Indlandskappakstrinum sem er næstur. Alonso fékk 12 stig fyrir að ná fjórða sætinu í nótt og er þar með kominn með 1.571 stig á ferli sínum í formúlu eitt. Hann bætti met Michael Schumacher um tvö stig en Vettel er síðan þriðji með 1.351 stig og á því talsvert í land með ná metinu af Alonso. „Það er frábært að vera orðinn stigahæstur í formúlu eitt frá upphafi," sagði Fernando Alonso en viðurkenndi jafnframt að hann hafi hagnast mikið á breyttri stigagjöf. Frá árinu 2010 fengu menn tvöfalt fleiri stig en áður og að auki voru veitt stig niður í tíu stig.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira