Honda Accord snýr aftur Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2013 08:45 Honda Accord Reynsluakstur Honda Accord 2,0i-VTEC Næst mest seldi fólksbíll í Bandaríkjunum í ár er Honda Accord með tæp þrjú hundruð þúsund eintök seld til loka september. Þessi bíll hefur átt gríðarmiklum vinsældum að fagna í langan tíma, eða 37 ár, en hann var fyrst kynntur til sögunnar árið 1976. Hann var fyrsti japanski bíllinn sem framleiddur var í Bandaríkjunum og hófst framleiðsla hans þar árið 1982. Hann hefur verið á topp-10 lista Car&Driver í 26 ár og finnst vart dæmi um annað eins. Honda Accord hefur einnig notið mikilla vinsælda hérlendis, en hann hvarf þó af markaði hér eftir hrun, en er nú aftur til sölu hjá Bernhard. Af svo rótgrónum bíl að vera kemur ekki á óvart að hann er nú af níundu kynslóð. Hann var tekinn til kostanna um daginn og reynsluakstursbíllinn var með 2,0 lítra bensínvel, en Accord má einnig fá með 2,2 lítra dísilvél. Bíllinn býðst líka í langbaksútfærslu með báðum vélargerðum.Hófsamt útlit en gæðasmíðiYtra útlit Honda Accord er ekki djarft og það læðist að sá grunur að hönnun hans hafi aðallega tekið mið af markaði í Bandaríkjunum, enda mikið undir þar. Að mati reynsluökumanns er bíllinn ekki sláandi fallegur, en stæðilegur er hann og eitt er öruggt, hann er örugglega vel smíðaður eins og allir bílar sem frá Honda kemur. Ending bíla frá Honda er þekkt, sem og lág bilanatíðni og tilfinningin fyrir þessum bíl rímar ágætlega við það. Þarna fer gæðabíll sem ekki hefur verið teknir miklir sénsar með útlitslega, né í innri hönnun, en allt einkar lógískt og vel útfært. Tveggja lítra bensínvélin er skráð fyrir 156 hestöflum, sem dugar þessum frekar stóra fólksbíl ágætlega, en hann er heldur engin spyrnukerra. Vélin er tengd við 6 gíra CVT sjálfskiptingu, en bílinn má einnig fá með 5 gíra beinskiptingu. Hann er talsvert sneggri með beinskiptingunni og fer sprettinn í hundrað á 9,3 sekúndum, en er nokkru hægari með sjálfskiptingunni, þ.e. 10,8 sekúndur í 100. Þessi sjálfskipting er alls ekki slæm af CVT-skiptingum að vera, en þó myndi reynsluökumaður alltaf taka bílinn frekar með beinskiptingunni.Styttri, mjórri og léttariÞessi níunda kynslóð Honda Accord er 9 sentimetrum styttri en sú áttunda og 2 sentimetrum mjórri. Það er ekki oft sem bílar minnka milli kynslóða, en Honda mönnum hefur fundist nóg um stærð hans og innanrými bílsins hefur alls ekki þjáðst af þessari minnkun. Í sínum flokki er Accord enn einn af þeim stærri hvað innra rými varðar og það fer vel um farþega í þessum bíl. Skottrými hefur aukist þrátt fyrir að ytri málin hafi minnkað og rými fyrir aftursætisfarþega er yfrið. Höfuðrými í framsætum leyfir þó ekki að sætin séu hækkuð í hæstu stöðu, en þá er höfuð ökumanns að meðalhæð komið uppí þak bílsins. Stjórntæki hins nýja Accord hafa verið einfölduð, en sumum þótti nóg um takkaflóð fyrri kynslóðar og það tekur vafalaust minni tíma að venjast þessari nýju kynslóð. Efnisvalið hefur einnig batnað til muna, þó seint sé hægt að segja að það leiftri af íburði. Þó sést vel hvað allt er óaðfinnanlega smíðað. Sérstök ástæða er að minnast á frábær framsætin sem halda vel utanum ökumann, mikil framför þar. Mælaborðið er smíðað í heilu lagi, ekki úr mörgum pörtum og á það að koma í veg fyrir núningshljóð sem myndast gjarna í mælaboðum sem samanstanda úr mörgum pörtum og ekki heyrðist nokkur hlutur frá þessum hluta bílsins. Honda Accord er þó ekki með hljóðlátustu bílum því bæði vélar- og dekkjahlóð er ekki eins dempað og í flestum lúxusbílum. Mest heyrist þó í vélinni.Á flottu verðiAkstur Honda Accord er ánægjulegur en þar fer samt ekki fimasti kötturinn. Fjöðrun bílsins er frekar hörð, sem kemur aðeins á óvart fyrir svo stóran bíl en fyrir vikið má talsvert leggja á hann. Hann étur því ójöfnur ekki eins vel og margir myndu óska sér. Honda hefur tekist að létta Accord bílinn um 4,5% og hefur það aukið ökuhæfni hans. Hann er nú 1.484 kíló. Létt og sparsöm fjögurra strokka vélin gerir hann léttan að framan og fyrir vikið er stýring hans ánægjuleg og létt. Bíllinn er lipur í bæjarakstrinum og tiltölulega breið dekk hans, 225/50R 17 tommur, gefa honum mikið veggrip. Uppgefin eyðsla bensínbílsins er 7,0 lítrar og það er hægt að staðfesta úr reynsluakstrinum. Dísilútgáfa hans er öllu eyðslugrennri, með 5,4 lítra í blönduðum akstri, en hann er líka 800.000 kr. dýrari í beinskiptri útfærslu og 1.400.000 dýrari sjálfskiptur. Um það munar hressilega. Verð Honda Accord með 2,0 lítra bensínvél er afar samkeppnishæft, eða 4.690.000 kr. beinskiptur og 4.990.000 kr. sjálfskiptur. Honda Accord er með heilmikinn staðalbúnað og margt þar leynist sem aðeins mætti búast við í lúxusbílum.Kostir: Stærð, lágt verð, gæða smíðiÓkostir: Hljóð í innra rými, látlaust útlit, hörð fjöðrun 2,0 l. Bensínvél, 156 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 7,0 l./100 km í bl. akstriMengun: 162 g/km CO2Hröðun: 11,3 sek.Hámarkshraði: 215 km/klstVerð frá: 4.690.000 kr.Umboð: Bernhard Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent
Reynsluakstur Honda Accord 2,0i-VTEC Næst mest seldi fólksbíll í Bandaríkjunum í ár er Honda Accord með tæp þrjú hundruð þúsund eintök seld til loka september. Þessi bíll hefur átt gríðarmiklum vinsældum að fagna í langan tíma, eða 37 ár, en hann var fyrst kynntur til sögunnar árið 1976. Hann var fyrsti japanski bíllinn sem framleiddur var í Bandaríkjunum og hófst framleiðsla hans þar árið 1982. Hann hefur verið á topp-10 lista Car&Driver í 26 ár og finnst vart dæmi um annað eins. Honda Accord hefur einnig notið mikilla vinsælda hérlendis, en hann hvarf þó af markaði hér eftir hrun, en er nú aftur til sölu hjá Bernhard. Af svo rótgrónum bíl að vera kemur ekki á óvart að hann er nú af níundu kynslóð. Hann var tekinn til kostanna um daginn og reynsluakstursbíllinn var með 2,0 lítra bensínvel, en Accord má einnig fá með 2,2 lítra dísilvél. Bíllinn býðst líka í langbaksútfærslu með báðum vélargerðum.Hófsamt útlit en gæðasmíðiYtra útlit Honda Accord er ekki djarft og það læðist að sá grunur að hönnun hans hafi aðallega tekið mið af markaði í Bandaríkjunum, enda mikið undir þar. Að mati reynsluökumanns er bíllinn ekki sláandi fallegur, en stæðilegur er hann og eitt er öruggt, hann er örugglega vel smíðaður eins og allir bílar sem frá Honda kemur. Ending bíla frá Honda er þekkt, sem og lág bilanatíðni og tilfinningin fyrir þessum bíl rímar ágætlega við það. Þarna fer gæðabíll sem ekki hefur verið teknir miklir sénsar með útlitslega, né í innri hönnun, en allt einkar lógískt og vel útfært. Tveggja lítra bensínvélin er skráð fyrir 156 hestöflum, sem dugar þessum frekar stóra fólksbíl ágætlega, en hann er heldur engin spyrnukerra. Vélin er tengd við 6 gíra CVT sjálfskiptingu, en bílinn má einnig fá með 5 gíra beinskiptingu. Hann er talsvert sneggri með beinskiptingunni og fer sprettinn í hundrað á 9,3 sekúndum, en er nokkru hægari með sjálfskiptingunni, þ.e. 10,8 sekúndur í 100. Þessi sjálfskipting er alls ekki slæm af CVT-skiptingum að vera, en þó myndi reynsluökumaður alltaf taka bílinn frekar með beinskiptingunni.Styttri, mjórri og léttariÞessi níunda kynslóð Honda Accord er 9 sentimetrum styttri en sú áttunda og 2 sentimetrum mjórri. Það er ekki oft sem bílar minnka milli kynslóða, en Honda mönnum hefur fundist nóg um stærð hans og innanrými bílsins hefur alls ekki þjáðst af þessari minnkun. Í sínum flokki er Accord enn einn af þeim stærri hvað innra rými varðar og það fer vel um farþega í þessum bíl. Skottrými hefur aukist þrátt fyrir að ytri málin hafi minnkað og rými fyrir aftursætisfarþega er yfrið. Höfuðrými í framsætum leyfir þó ekki að sætin séu hækkuð í hæstu stöðu, en þá er höfuð ökumanns að meðalhæð komið uppí þak bílsins. Stjórntæki hins nýja Accord hafa verið einfölduð, en sumum þótti nóg um takkaflóð fyrri kynslóðar og það tekur vafalaust minni tíma að venjast þessari nýju kynslóð. Efnisvalið hefur einnig batnað til muna, þó seint sé hægt að segja að það leiftri af íburði. Þó sést vel hvað allt er óaðfinnanlega smíðað. Sérstök ástæða er að minnast á frábær framsætin sem halda vel utanum ökumann, mikil framför þar. Mælaborðið er smíðað í heilu lagi, ekki úr mörgum pörtum og á það að koma í veg fyrir núningshljóð sem myndast gjarna í mælaboðum sem samanstanda úr mörgum pörtum og ekki heyrðist nokkur hlutur frá þessum hluta bílsins. Honda Accord er þó ekki með hljóðlátustu bílum því bæði vélar- og dekkjahlóð er ekki eins dempað og í flestum lúxusbílum. Mest heyrist þó í vélinni.Á flottu verðiAkstur Honda Accord er ánægjulegur en þar fer samt ekki fimasti kötturinn. Fjöðrun bílsins er frekar hörð, sem kemur aðeins á óvart fyrir svo stóran bíl en fyrir vikið má talsvert leggja á hann. Hann étur því ójöfnur ekki eins vel og margir myndu óska sér. Honda hefur tekist að létta Accord bílinn um 4,5% og hefur það aukið ökuhæfni hans. Hann er nú 1.484 kíló. Létt og sparsöm fjögurra strokka vélin gerir hann léttan að framan og fyrir vikið er stýring hans ánægjuleg og létt. Bíllinn er lipur í bæjarakstrinum og tiltölulega breið dekk hans, 225/50R 17 tommur, gefa honum mikið veggrip. Uppgefin eyðsla bensínbílsins er 7,0 lítrar og það er hægt að staðfesta úr reynsluakstrinum. Dísilútgáfa hans er öllu eyðslugrennri, með 5,4 lítra í blönduðum akstri, en hann er líka 800.000 kr. dýrari í beinskiptri útfærslu og 1.400.000 dýrari sjálfskiptur. Um það munar hressilega. Verð Honda Accord með 2,0 lítra bensínvél er afar samkeppnishæft, eða 4.690.000 kr. beinskiptur og 4.990.000 kr. sjálfskiptur. Honda Accord er með heilmikinn staðalbúnað og margt þar leynist sem aðeins mætti búast við í lúxusbílum.Kostir: Stærð, lágt verð, gæða smíðiÓkostir: Hljóð í innra rými, látlaust útlit, hörð fjöðrun 2,0 l. Bensínvél, 156 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 7,0 l./100 km í bl. akstriMengun: 162 g/km CO2Hröðun: 11,3 sek.Hámarkshraði: 215 km/klstVerð frá: 4.690.000 kr.Umboð: Bernhard
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent