Lögreglan í LA vill rafmagnsmótorhjól Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2013 11:45 Rafmagnsmótorhjól frá Brammo og Zero Motorcycles. Fyrst voru það hlunkar frá Harley Davidsons, svo nettari en betri BMW hjól og nú skal það vera rafmagnsmótorhjól. Mótorhjólaeignin hjá lögreglunni í Los Angeles gæti breyst hressilega á næstunni, en lögreglan þar er að prófa tvær gerðir slíkra hjóla. Eru hjólin frá framleiðendunum Brammo og Zero Motorcycles. Rafmagnsmótorhjól hafa bæði kosti og gall fyrir lögregluna. Þau eru ódýrari í rekstri, endast betur og bila minna, en drægni þeirra gæti ollið vandræðum í lengri ferðum. Einnig gæti það talist kostur að á þeim má fara mjög hljóðlega og það er sannarlega stundum ástæða til þess fyrir lögregluna. Einn kosturinn enn er sá að þau kosta minna en núverandi hjól. Brammo hjól kosta 25.000 dollara en Zero hjólin 18.000. Bæði Harley og BMW hjólin kosta hinsvegar 35.000 dollara, svo kostnaðurinn gæti lækkað um helming. Prófanir á hjólunum standa nú yfir og engin ákvörðun hefur verið tekin, en viljinn er greinilega fyrir hendi. Það tekur 7 klst að fullhlaða hjólin, en stöðug skýrslugerð og tíð kyrrsetning hjólanna gefur kost á því að hlaða hjólin hvenær sólarhringsins sem er. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent
Fyrst voru það hlunkar frá Harley Davidsons, svo nettari en betri BMW hjól og nú skal það vera rafmagnsmótorhjól. Mótorhjólaeignin hjá lögreglunni í Los Angeles gæti breyst hressilega á næstunni, en lögreglan þar er að prófa tvær gerðir slíkra hjóla. Eru hjólin frá framleiðendunum Brammo og Zero Motorcycles. Rafmagnsmótorhjól hafa bæði kosti og gall fyrir lögregluna. Þau eru ódýrari í rekstri, endast betur og bila minna, en drægni þeirra gæti ollið vandræðum í lengri ferðum. Einnig gæti það talist kostur að á þeim má fara mjög hljóðlega og það er sannarlega stundum ástæða til þess fyrir lögregluna. Einn kosturinn enn er sá að þau kosta minna en núverandi hjól. Brammo hjól kosta 25.000 dollara en Zero hjólin 18.000. Bæði Harley og BMW hjólin kosta hinsvegar 35.000 dollara, svo kostnaðurinn gæti lækkað um helming. Prófanir á hjólunum standa nú yfir og engin ákvörðun hefur verið tekin, en viljinn er greinilega fyrir hendi. Það tekur 7 klst að fullhlaða hjólin, en stöðug skýrslugerð og tíð kyrrsetning hjólanna gefur kost á því að hlaða hjólin hvenær sólarhringsins sem er.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent