Yfir þrjú hundruð símtöl og um hundrað og sjötíu tölvupóstar bárust lögreglunni strax eftir þáttinn.
Í þættinum kom meðal annars fram að Madeleine litla hafi mögulega verið tekin úr rúmi sínu 45 mínútum seinna en portúgalska lögreglan hélt fram í fyrstu.
Þá var einnig birt tölvuteikning af manni sem sást bera ljóshært barn á aldrinum þriggja til fjögurra ára frá sumarhúsi McCann-hjónanna nóttina örlagaríku.
Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum sem var sýndur í gær.
Frétt The Guardian.