Viðskipti erlent

Hlaupbangsapabbinn er látinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Það þekkja allir hlaupbangsana frá Haribo.
Það þekkja allir hlaupbangsana frá Haribo.
Faðir hlaupbangsanna, Hans Riegel, yfirmaður þýska nammifyrirtækisins Haribo er látinn, 90 ára að aldri. Þetta kemur fram í frétt Daily Mail.

Hann er þekktur fyrir að færa hlaupbangsana í fallega liti eins og við þekkjum þá í dag og gerði þá í laginu eins og þeir eru í dag.

Hann lagði alla tíð mikla áherslu á að vera í góðum tengslum við það hvað börn og ungmenni vilja, þegar kemur að nammi.

Það var faðir hans og nafni sem stofnaði Haribo og árið 1922 gerði hann hina „dansandi bangsa“ ódauðlega með því að nota þá sem fyrirmynd fyrir hlaupbangsana. En þeir voru frægir í Þýskalandi og voru látnir dansa á torgum fólki til skemmtunar.

Faðirinn dó árið 1945 og þegar Hans Riegel yngri og bróðir hans Paul losnuðu úr fangelsi eftir heimstyrjaöldina síðari, tóku þeir við fjölskyldufyrirtækinu.

Á þeim tíma voru aðeins um 30 starfsmenn í fyrirtækinu en þeir bræður náðu á fimm árum að stækka fyrirtækið svo mikið að þeir voru komnir með yfir eitt þúsund starfsmenn til sín.

Paul lést árið 2009 en hans starf innan fyrirtækisins var að sjá um vinnslu og framleiðslu. Hans aftur á móti sá um markaðssetninguna og ein af hans frægari slagorðum er: „kids and grown-ups love it so, the happy world of Haribo.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×