Bayern München fór illa með Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 18:15 Mynd/AP Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, gat fagnað frábærum leik sinna manna sem eru orðnir strax í byrjun október langsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni. Manchester City var í það minnsta mörgum númerum of lítið fyrir liðsmenn Bayern München í kvöld og tapaði þar með fyrsta Evrópuleiknum á heimavelli í fimm ár. Bayern-liðið gjörsamlega yfirspilaði lið Manchester City í fyrri hálfleiknum en lærisveinar Manuel Pellegrini sluppu inn í hálfleik bara einu marki undir. Bæjarar voru með boltann 67 prósent af leiktímanum og áttu meira en þrefalt fleiri heppnaðar sendingar. Franck Ribéry skoraði markið strax á sjöundu mínútu eftir að hann fékk tíma til að láta vaða á markið af 25 metra færi. Ribéry lét ekki bjóða sér slíkt tvisvar og skoraði dæmigert mark fyrir sig en Joe Hart hefði þó mátt gera betur í markinu. Manchester City byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en svo tók Bayern völdin aftur. Liðsmenn Bæjarara dáleiddu City-menn með laglegu samspili sem endaði með frábærri sendingu Dante inn á Thomas Müller. Müller lék á Hart í markinu og skoraði auðveldlega. Arjen Robben bætti síðan þriðja markinu við aðeins þremur mínútum síðar þegar hann réðst á vörnina í skyndisókn eftir að City-menn töpuðu boltanum á miðjunni. Bayern fékk fullt af færum til að bæta við mörkum en Manchester City menn "sluppu" með skrekkinn og Álvaro Negredo náði síðan að minnka muninn í 3-1 tíu mínútum fyrir leikslok. Bayern endaði leikinn reyndar einum manni færri eftir að Jérôme Boateng fékk beint rautt spjald fyrir að fella Yaya Toure sem var að sleppa í gegn. Varamenn Manchester City, David Silva og Álvaro Negredo, lífguðu mikið upp á leik City í lokin en komu hreinlega bara of seint inn á völlinn. City fékk þó færi til að minnka muninn í eitt mark á lokamínútunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, gat fagnað frábærum leik sinna manna sem eru orðnir strax í byrjun október langsigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni. Manchester City var í það minnsta mörgum númerum of lítið fyrir liðsmenn Bayern München í kvöld og tapaði þar með fyrsta Evrópuleiknum á heimavelli í fimm ár. Bayern-liðið gjörsamlega yfirspilaði lið Manchester City í fyrri hálfleiknum en lærisveinar Manuel Pellegrini sluppu inn í hálfleik bara einu marki undir. Bæjarar voru með boltann 67 prósent af leiktímanum og áttu meira en þrefalt fleiri heppnaðar sendingar. Franck Ribéry skoraði markið strax á sjöundu mínútu eftir að hann fékk tíma til að láta vaða á markið af 25 metra færi. Ribéry lét ekki bjóða sér slíkt tvisvar og skoraði dæmigert mark fyrir sig en Joe Hart hefði þó mátt gera betur í markinu. Manchester City byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega en svo tók Bayern völdin aftur. Liðsmenn Bæjarara dáleiddu City-menn með laglegu samspili sem endaði með frábærri sendingu Dante inn á Thomas Müller. Müller lék á Hart í markinu og skoraði auðveldlega. Arjen Robben bætti síðan þriðja markinu við aðeins þremur mínútum síðar þegar hann réðst á vörnina í skyndisókn eftir að City-menn töpuðu boltanum á miðjunni. Bayern fékk fullt af færum til að bæta við mörkum en Manchester City menn "sluppu" með skrekkinn og Álvaro Negredo náði síðan að minnka muninn í 3-1 tíu mínútum fyrir leikslok. Bayern endaði leikinn reyndar einum manni færri eftir að Jérôme Boateng fékk beint rautt spjald fyrir að fella Yaya Toure sem var að sleppa í gegn. Varamenn Manchester City, David Silva og Álvaro Negredo, lífguðu mikið upp á leik City í lokin en komu hreinlega bara of seint inn á völlinn. City fékk þó færi til að minnka muninn í eitt mark á lokamínútunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira