Ronaldo skoraði tvö í hundraðasta Evrópuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 18:15 Cristiano Ronaldo. Mynd/NordicPhotos/Getty Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Ragnar og Rúrik voru báðir í byrjunarliði danska liðsins og spiluðu allan leikinn. Leikmenn FCK áttu litla möguleika á móti spænska stórliðinu enda er það einstaklega erfitt að stoppa menn eins og Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu þegar Johan Wiland, markvörður FCK, missti af fyrirgjöf Marcelo og Ronaldo þakkaði fyrir og skallaði boltann í tómt markið. Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric fékk gult spjald rétt fyrir leikhlé fyrir brot á Rúriki Gíslasyni. Ragnar Sigurðsson átti skömmu áður skalla rétt framhjá. Ronaldo bætti við öðru marki sínu á 65. mínútu, aftur með skalla en núna eftir sendingu frá Argentínumanninum Ángel di María. Ángel di María skoraði síðan sjálfur þriðja markið aðeins sex mínútum síðar. Ángel di María skoraði síðan fjórða og síðasta mark Real í uppbótartíma þegar hann gabbaði Ragnar Sigurðsson niður í teignum og skoraði af mikilli yfirvegun. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leiknum og er því komin með fimm mörk eftir aðeins tvo leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Ragnar og Rúrik voru báðir í byrjunarliði danska liðsins og spiluðu allan leikinn. Leikmenn FCK áttu litla möguleika á móti spænska stórliðinu enda er það einstaklega erfitt að stoppa menn eins og Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu þegar Johan Wiland, markvörður FCK, missti af fyrirgjöf Marcelo og Ronaldo þakkaði fyrir og skallaði boltann í tómt markið. Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric fékk gult spjald rétt fyrir leikhlé fyrir brot á Rúriki Gíslasyni. Ragnar Sigurðsson átti skömmu áður skalla rétt framhjá. Ronaldo bætti við öðru marki sínu á 65. mínútu, aftur með skalla en núna eftir sendingu frá Argentínumanninum Ángel di María. Ángel di María skoraði síðan sjálfur þriðja markið aðeins sex mínútum síðar. Ángel di María skoraði síðan fjórða og síðasta mark Real í uppbótartíma þegar hann gabbaði Ragnar Sigurðsson niður í teignum og skoraði af mikilli yfirvegun. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leiknum og er því komin með fimm mörk eftir aðeins tvo leiki í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Sjá meira