Zlatan með tvö mörk fyrir PSG - Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 18:15 Zlatan Ibrahimović. Mynd/AP Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Svíinn Zlatan Ibrahimović skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain í kvöld og franska liðið afgreiddi leikinn strax á fyrsta hálftíma leiksins með því að skora þá öll þrjú mörkin sín. Benfica vann fyrsta leikinn sinn en átti ekki möguleika í kvöld. Didier Drogba kom Galatasaray yfir á móti á Juventus í fyrsta leik tyrkneska liðsins undir stjórn Roberto Mancini en liðin sættust á endanum á 2-2 jafntefli. Konstantinos Mitroglou, 25 ára grískur framherji, skoraði þrennu fyrir Olympiakos í 3-0 útisigri á Anderlecht í Belgíu í kvöld en liðin eru með Paris Saint-Germain í riðli. Jens Hegeler tryggði Bayer Leverkusen 2-1 heimasigur á Real Sociedad með marki beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Leikmenn Real Madrid hafa skorað tíu mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum í meistaradeildinni í vetur. Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Manchester United er ennþá á toppi síns riðils í Meistaradeildinni í fótbolta þrátt fyrir að hafa séð á eftir tveimur stigum í kvöld. Manchester United var yfir í 58 mínútur á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en varð að sætta sig á endanum við 1-1 jafntefli. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úrslit og markaskora í öllum leikjum kvöldsins en það er hægt að nálgast frekari upplýsinga um leikina með því smella á þá í Boltavaktinn sem er aðgengileg hér neðst á síðunni.Mynd/NordicPhotos/GettyÚrslit og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillShakhtar Donetsk - Manchester United 1-1 0-1 Danny Welbeck (18.), 1-1 Taison (76.)Bayer Leverkusen - Real Sociedad 2-1 1-0 Simon Rolfes (45.), 1-1 Carlos Vela (52.), 2-1 Jens Hegeler (90.)B-riðillReal Madrid - FC Kaupmannahöfn 4-0 1-0 Cristiano Ronaldo (21.), 2-0 Cristiano Ronaldo (65.), 3-0 Ángel di María (71.), 4-0 Ángel di María (90.+1)Juventus - Galatasaray 2-2 0-1 Didier Drogba (36.), 1-1 Arturo Vidal (78.), 2-1 Fabio Quagliarella (87.), 2-2 Umut Bulut (88.)C-riðillAnderlecht - Olympiakos 0-3 0-1 Konstantinos Mitroglou (17.), 0-2 Konstantinos Mitroglou (56.), 0-3 Konstantinos Mitroglou (72.)Paris Saint-Germain - Benfica 3-0 1-0 Zlatan Ibrahimović (5.), 2-0 Marquinhos (25.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (30.)D-riðillManchester City - Bayern München 1-3 0-1 Franck Ribéry (7.), 0-2 Thomas Müller (56.), 0-3 Arjen Robben (59.), 1-3 Álvaro Negredo (80.)CSKA Moskva - Viktoria Plzen 3-2 0-1 František Rajtoral (4.), 1-1 Zoran Tošić (19.), 2-1 Keisuke Honda (29.), 3-1 Sjálfsmark (78.), 3-2 Marek Bakos (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Svíinn Zlatan Ibrahimović skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain í kvöld og franska liðið afgreiddi leikinn strax á fyrsta hálftíma leiksins með því að skora þá öll þrjú mörkin sín. Benfica vann fyrsta leikinn sinn en átti ekki möguleika í kvöld. Didier Drogba kom Galatasaray yfir á móti á Juventus í fyrsta leik tyrkneska liðsins undir stjórn Roberto Mancini en liðin sættust á endanum á 2-2 jafntefli. Konstantinos Mitroglou, 25 ára grískur framherji, skoraði þrennu fyrir Olympiakos í 3-0 útisigri á Anderlecht í Belgíu í kvöld en liðin eru með Paris Saint-Germain í riðli. Jens Hegeler tryggði Bayer Leverkusen 2-1 heimasigur á Real Sociedad með marki beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Leikmenn Real Madrid hafa skorað tíu mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum í meistaradeildinni í vetur. Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Manchester United er ennþá á toppi síns riðils í Meistaradeildinni í fótbolta þrátt fyrir að hafa séð á eftir tveimur stigum í kvöld. Manchester United var yfir í 58 mínútur á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en varð að sætta sig á endanum við 1-1 jafntefli. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úrslit og markaskora í öllum leikjum kvöldsins en það er hægt að nálgast frekari upplýsinga um leikina með því smella á þá í Boltavaktinn sem er aðgengileg hér neðst á síðunni.Mynd/NordicPhotos/GettyÚrslit og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillShakhtar Donetsk - Manchester United 1-1 0-1 Danny Welbeck (18.), 1-1 Taison (76.)Bayer Leverkusen - Real Sociedad 2-1 1-0 Simon Rolfes (45.), 1-1 Carlos Vela (52.), 2-1 Jens Hegeler (90.)B-riðillReal Madrid - FC Kaupmannahöfn 4-0 1-0 Cristiano Ronaldo (21.), 2-0 Cristiano Ronaldo (65.), 3-0 Ángel di María (71.), 4-0 Ángel di María (90.+1)Juventus - Galatasaray 2-2 0-1 Didier Drogba (36.), 1-1 Arturo Vidal (78.), 2-1 Fabio Quagliarella (87.), 2-2 Umut Bulut (88.)C-riðillAnderlecht - Olympiakos 0-3 0-1 Konstantinos Mitroglou (17.), 0-2 Konstantinos Mitroglou (56.), 0-3 Konstantinos Mitroglou (72.)Paris Saint-Germain - Benfica 3-0 1-0 Zlatan Ibrahimović (5.), 2-0 Marquinhos (25.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (30.)D-riðillManchester City - Bayern München 1-3 0-1 Franck Ribéry (7.), 0-2 Thomas Müller (56.), 0-3 Arjen Robben (59.), 1-3 Álvaro Negredo (80.)CSKA Moskva - Viktoria Plzen 3-2 0-1 František Rajtoral (4.), 1-1 Zoran Tošić (19.), 2-1 Keisuke Honda (29.), 3-1 Sjálfsmark (78.), 3-2 Marek Bakos (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira