Mario Balotelli tryggði AC Milan eitt stig í heimsókn sinni til Ajax í Hollandi í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi.
Ajax taldi sig hafa tryggt sér sigur þegar liðinu tókst að koma boltanum í netið á lokamínútunni. Ítalarnir gáfust ekki upp og fengu vítaspyrnu í viðbótartíma. Þótti stuðningsmönnum hollenska liðsins dómurinn strangur.
Ólafur Kristjánsson og Reynir Leósson fóru yfir dóminn í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.
Réttmæt vítaspyrna sem Balotelli fékk?
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar