Hlutabréf Tesla féllu um 290 milljarða við einn bruna Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2013 11:15 Í síðustu viku kviknaði í Tesla Model S bíl er han ók yfir stóran málmhlut. Við það hafa rafhlöður bílsins, sem eru undir honum öllum milli fram- og afturhjólanna, rifnað svo hressilega að eldur kviknaði. Það varð reyndar til þess að bíllinn brann allvel. Þessi eini bruni hefur orðið til þess að hlutabréf í Tesla hafa lækkað á markaði um eina 290 milljarða króna. Það er ansi dýr bruni, ekki síst í ljósi þess að það kviknar í venjulegum bensínbílum á hverjum degi og þá er sprengihætta talsvert meiri en í tilviki rafbíla. Reyndar kviknar í 180 þúsund bensín bílum í heiminum á hverju ári. Því ætti þessi eini bruni þessa bíls ekki að sjokkera tilvonandi kaupendur hans. Þessi lækkun hlutabréfvirðis Tesla segir nokkuð um þá histeríu sem getur gert vart við sig þegar um nýja tækni er að ræða. Hræðslu almennings ætti vart að gæta fyrr en þetta endurtekur sig, eða þá helst fyrst ef að bruni rafbíla verður algengari en í bensínbílum. Líklega verður það þó seint. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent
Í síðustu viku kviknaði í Tesla Model S bíl er han ók yfir stóran málmhlut. Við það hafa rafhlöður bílsins, sem eru undir honum öllum milli fram- og afturhjólanna, rifnað svo hressilega að eldur kviknaði. Það varð reyndar til þess að bíllinn brann allvel. Þessi eini bruni hefur orðið til þess að hlutabréf í Tesla hafa lækkað á markaði um eina 290 milljarða króna. Það er ansi dýr bruni, ekki síst í ljósi þess að það kviknar í venjulegum bensínbílum á hverjum degi og þá er sprengihætta talsvert meiri en í tilviki rafbíla. Reyndar kviknar í 180 þúsund bensín bílum í heiminum á hverju ári. Því ætti þessi eini bruni þessa bíls ekki að sjokkera tilvonandi kaupendur hans. Þessi lækkun hlutabréfvirðis Tesla segir nokkuð um þá histeríu sem getur gert vart við sig þegar um nýja tækni er að ræða. Hræðslu almennings ætti vart að gæta fyrr en þetta endurtekur sig, eða þá helst fyrst ef að bruni rafbíla verður algengari en í bensínbílum. Líklega verður það þó seint.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent