Fríða skoraði fjögur og Avaldsnes komst í bikarúrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2013 13:14 Fríða og Þórunn Helga áttu góðan leik í dag. Mynd/Twitter Hólmfríður Magnúsdóttir fór á kostum þegar Avaldsnes tryggði sér sæti í úrslitaleik norska bikarsins með 5-1 sigri á Vålerenga í dag. Tvö mörk Hólmfríðar á fyrstu ellefu mínútum leiksins gáfu tóninn fyrir veisluna sem framundan var. Mörkin skoraði Fríða með skotum rétt utan teigs og utarlega í teignum. Heimakonur bættu við marki fyrir hlé og leiddu í hálfleik 3-0. Fríða bætti við marki eftir mínútu leik í seinni hálfleik og innsiglaði fernu sína á 54. mínútu. Henni var svo skipt af velli á 72. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna Avaldsnes. Auk Hólmfríðar voru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes. Mist Edvarsdóttir var á bekknum líkt og Sandra Sif Magnúsdóttir hjá gestunum. Leikurinn var í beinni útsendingu í norska ríkissjónvarpinu, NRK1.Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi.1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Fríða fékk þá boltann á vinstri kanti, lék inn að miðju og skaut utan teigs. Boltinn hafnaði neðst í markhorninu.2-0 Aðeins tveimur mínútum síðar var Hólmfríður aftur á ferðinni. Í þetta skiptið smellti hún boltanum efst í markhornið rétt innan teigs. Glæsilegt mark og áhorfendur á heimavelli Avaldsnes fögnuðu vel.3-0 Enn var tilefni til að fagna á 38. mínútu. Þá skoraði hin brasilíska Debinha með skalla rétt utan teigs en markvörður gestanna var kominn langt út úr marki sínu. Sú brasilíska fagnaði að sjálfsögðu með danstöktum.Hálfleikur:Staðan er 3-0. Heimakonur hafa verið miklu betri og ekkert annað í spilunum núna en að Avaldsnes fari í bikarúrslitin.4-0 Hólmfríður ætlar að halda uppteknum hætti í síðari hálfleik. Nú vann hún boltann strax eftir sextíu sekúndur í hálfleiknum. Fríða lék inn á teiginn og skaut með vinstri fæti. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni og fór þaðan framhjá markverði gestanna.5-0 Hver haldið að hafi skorað? Nú fékk Hólmfríður sendingu inn fyrir vörn gestanna á 54. mínútu. Hólmfríður var á undan markverði Vålerenga í boltann, lék framhjá henni og sendi boltann í markið með vinstri fæti. Þvílíkur leikur hjá vinstri kantmanninum.72. mín Hólmfríði er skipt af velli við mikinn fögnuð stuðningsmanna heimaliðsins. Þvílík frammistaða hjá Rangæingnum.Leik lokið Avaldsnes vinnur 5-1 sigur og er komið í bikarúrslit. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir fór á kostum þegar Avaldsnes tryggði sér sæti í úrslitaleik norska bikarsins með 5-1 sigri á Vålerenga í dag. Tvö mörk Hólmfríðar á fyrstu ellefu mínútum leiksins gáfu tóninn fyrir veisluna sem framundan var. Mörkin skoraði Fríða með skotum rétt utan teigs og utarlega í teignum. Heimakonur bættu við marki fyrir hlé og leiddu í hálfleik 3-0. Fríða bætti við marki eftir mínútu leik í seinni hálfleik og innsiglaði fernu sína á 54. mínútu. Henni var svo skipt af velli á 72. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna Avaldsnes. Auk Hólmfríðar voru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes. Mist Edvarsdóttir var á bekknum líkt og Sandra Sif Magnúsdóttir hjá gestunum. Leikurinn var í beinni útsendingu í norska ríkissjónvarpinu, NRK1.Fylgst var með gangi leiksins hér á Vísi.1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Fríða fékk þá boltann á vinstri kanti, lék inn að miðju og skaut utan teigs. Boltinn hafnaði neðst í markhorninu.2-0 Aðeins tveimur mínútum síðar var Hólmfríður aftur á ferðinni. Í þetta skiptið smellti hún boltanum efst í markhornið rétt innan teigs. Glæsilegt mark og áhorfendur á heimavelli Avaldsnes fögnuðu vel.3-0 Enn var tilefni til að fagna á 38. mínútu. Þá skoraði hin brasilíska Debinha með skalla rétt utan teigs en markvörður gestanna var kominn langt út úr marki sínu. Sú brasilíska fagnaði að sjálfsögðu með danstöktum.Hálfleikur:Staðan er 3-0. Heimakonur hafa verið miklu betri og ekkert annað í spilunum núna en að Avaldsnes fari í bikarúrslitin.4-0 Hólmfríður ætlar að halda uppteknum hætti í síðari hálfleik. Nú vann hún boltann strax eftir sextíu sekúndur í hálfleiknum. Fríða lék inn á teiginn og skaut með vinstri fæti. Skotið hafði viðkomu í varnarmanni og fór þaðan framhjá markverði gestanna.5-0 Hver haldið að hafi skorað? Nú fékk Hólmfríður sendingu inn fyrir vörn gestanna á 54. mínútu. Hólmfríður var á undan markverði Vålerenga í boltann, lék framhjá henni og sendi boltann í markið með vinstri fæti. Þvílíkur leikur hjá vinstri kantmanninum.72. mín Hólmfríði er skipt af velli við mikinn fögnuð stuðningsmanna heimaliðsins. Þvílík frammistaða hjá Rangæingnum.Leik lokið Avaldsnes vinnur 5-1 sigur og er komið í bikarúrslit.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira