Bílaframleiðendur hópast til Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 13:44 Mercedes Benz GLK-Class verður framleiddur í Brasilíu. Brasilía virðist vera heitasti staðurinn í bílaheiminum þessa dagana því allir virðast vera að setja upp verksmiðju þar. Toyota hefur fjárfest mikið þar undanfarið, sem og BMW, Audi og Mercedes Benz, en allir þessir framleiðendur eru með verksmiðjur í Brasilíu. Mercedes Benz setti 27 milljarða króna í nýja verksmiðju í Brasilíu þar sem framleiddur verður nýr GLA-Class. Brasilía má segja að sé hin nýja Mexíkó hvað það varðar að þar hafa bílaframleiðendur smíðað bíla sem seldir eru svo í Bandaríkjunum. Svo virðist vera sem Jaguar – Land Rover muni svo bætast í hópinn en sögur herma að í Brasilíu ætli Land Rover að smíða Freelander jepplinginn, sem mestmegnis verður seldur í Bandaríkjunum. Líklega ræður mestu við val bílaframleiðendanna á staðsetningu verksmiðja sinna hversu ódýrt vinnuafl má fá í Brasilíu. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent
Brasilía virðist vera heitasti staðurinn í bílaheiminum þessa dagana því allir virðast vera að setja upp verksmiðju þar. Toyota hefur fjárfest mikið þar undanfarið, sem og BMW, Audi og Mercedes Benz, en allir þessir framleiðendur eru með verksmiðjur í Brasilíu. Mercedes Benz setti 27 milljarða króna í nýja verksmiðju í Brasilíu þar sem framleiddur verður nýr GLA-Class. Brasilía má segja að sé hin nýja Mexíkó hvað það varðar að þar hafa bílaframleiðendur smíðað bíla sem seldir eru svo í Bandaríkjunum. Svo virðist vera sem Jaguar – Land Rover muni svo bætast í hópinn en sögur herma að í Brasilíu ætli Land Rover að smíða Freelander jepplinginn, sem mestmegnis verður seldur í Bandaríkjunum. Líklega ræður mestu við val bílaframleiðendanna á staðsetningu verksmiðja sinna hversu ódýrt vinnuafl má fá í Brasilíu.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent