Frakkar stæla Þjóðverja Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2013 10:15 Cévennes Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO er greinilega miklir aðdáendur Porsche og hafa mætur á hinum hálfrar aldar gamla Porsche 356 Speedster. Svo miklar reyndar að þeir hafa framleitt eftirmynd hans sem þeir nú bjóða til sölu undir nafninu Cévennes. Ekki er þó hægt að segja að um algera eftirmynd sé að ræða þó hann sé líkur 356 bílnum, en hann ber svip hans þó þokkalega. Cévennes er með 1,6 lítra vel frá BMW sem skilar 181 hestafli, sem hljómar ekki svo mikið, en rétt er að hafa í huga að hann vegur ekki nema 999 kíló og er líklega nokkuð sprækur. Hámarkshraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er afturhjóladrifinn að sjálfsögðu, eins og rökrétt er með sportbíl. Sala á bílnum er hafin í Evrópu, en engum sögum fer af vinsældum hans. Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent
Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO er greinilega miklir aðdáendur Porsche og hafa mætur á hinum hálfrar aldar gamla Porsche 356 Speedster. Svo miklar reyndar að þeir hafa framleitt eftirmynd hans sem þeir nú bjóða til sölu undir nafninu Cévennes. Ekki er þó hægt að segja að um algera eftirmynd sé að ræða þó hann sé líkur 356 bílnum, en hann ber svip hans þó þokkalega. Cévennes er með 1,6 lítra vel frá BMW sem skilar 181 hestafli, sem hljómar ekki svo mikið, en rétt er að hafa í huga að hann vegur ekki nema 999 kíló og er líklega nokkuð sprækur. Hámarkshraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er afturhjóladrifinn að sjálfsögðu, eins og rökrétt er með sportbíl. Sala á bílnum er hafin í Evrópu, en engum sögum fer af vinsældum hans.
Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent