Bíllakk sem breytir um lit Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2013 08:45 Ekki er víst að mikil eftirspurn verði eftir bíllakki sem breytir um lit eftir hitastigi, þó verður að segjast að það er hreint með ólíkindum að sjá hve hratt það gerist. Það er fyrirtækið Auto Kandy í Bretlandi sem býður nú uppá svona lakk. Ef köldu vatni er hellt yfir þennan Nissan Skyline GT-R bíl breytist appelsínuguli litur hans í svarbrúnan. Gerist það svo hratt að undrum sætir. Kannski er voða spennandi að eiga bíl sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er á litinn þegar maður lítur hann næst augum, en þó er líklegra að Auto Kandy verði ekki stærsta fyrirtæki Bretlands á næstunni. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Ekki er víst að mikil eftirspurn verði eftir bíllakki sem breytir um lit eftir hitastigi, þó verður að segjast að það er hreint með ólíkindum að sjá hve hratt það gerist. Það er fyrirtækið Auto Kandy í Bretlandi sem býður nú uppá svona lakk. Ef köldu vatni er hellt yfir þennan Nissan Skyline GT-R bíl breytist appelsínuguli litur hans í svarbrúnan. Gerist það svo hratt að undrum sætir. Kannski er voða spennandi að eiga bíl sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er á litinn þegar maður lítur hann næst augum, en þó er líklegra að Auto Kandy verði ekki stærsta fyrirtæki Bretlands á næstunni.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent