Google Earth finnur stolna bíla Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 00:00 Stolni bíllinn, GMC Yukon jeppi. Bílþjófnaðir eru algengir í Bandaríkjunum og í mars sl. var stórum GMC Yukon jeppa stolið í Mississippi og hafði hann ekki fundist síðan, fyrr en í síðustu viku. Segja má að það sé alfarið leitarvélinni Google Earth að þakka að hann fannst. Sá sem það gerði var að skoða eigin landareign með aðstoð Google Earth er hann sá einkennilegan svartan blett sem hann kannaðist ekki við. Því gekk hann frá bóndabæ sínum að þeim stað og fann þennan líka fína jeppa. Hann stóð 70 metra frá næsta vegi og hefur þjófur bílsins ákveðið að fela bílinn þar. Maðurinn hringdi strax í lögregluna sem gat fyrir vikið leyst gamalt bílþjófnaðarmál. Þessi bíll er alls ekki fyrsti bíllinn sem finnst með aðstoð Google Earth eða sambærilegra leitarvéla, sem samsettar eru úr myndum sem teknar eru með þéttriðnu neti. Nú mega þjófarnir fara að vara sig. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent
Bílþjófnaðir eru algengir í Bandaríkjunum og í mars sl. var stórum GMC Yukon jeppa stolið í Mississippi og hafði hann ekki fundist síðan, fyrr en í síðustu viku. Segja má að það sé alfarið leitarvélinni Google Earth að þakka að hann fannst. Sá sem það gerði var að skoða eigin landareign með aðstoð Google Earth er hann sá einkennilegan svartan blett sem hann kannaðist ekki við. Því gekk hann frá bóndabæ sínum að þeim stað og fann þennan líka fína jeppa. Hann stóð 70 metra frá næsta vegi og hefur þjófur bílsins ákveðið að fela bílinn þar. Maðurinn hringdi strax í lögregluna sem gat fyrir vikið leyst gamalt bílþjófnaðarmál. Þessi bíll er alls ekki fyrsti bíllinn sem finnst með aðstoð Google Earth eða sambærilegra leitarvéla, sem samsettar eru úr myndum sem teknar eru með þéttriðnu neti. Nú mega þjófarnir fara að vara sig.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent