Audi vill hreyfanleg stefnuljós til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 10:30 Stefnuljósin kvikna í hreyfanlegri línu í beygjuátt. Nýjustu stefnuljós Audi A8 eru ansi mögnuð en þau eru með gula LED lýsingu sem hreyfist í þá átt sem beygja skal til. Audi telur þau mun skýrari skilaboð til annarra vegfarenda en blikkandi venjuleg stefnuljós. Vandi Audi er hinsvegar sá að þau eru ekki lögleg vestanhafs þar sem þau uppfylla ekki þá lágmarksstærð stefnuljósa sem reglugerðin þar kveður á um. Á það reyndar aðeins við um þegar kviknar á þeim í upphafi, en þegar öll lína þeirra er tendruð, sem gerist reyndar mjög hratt, er lýsingin næg. Það sem gerir þau svo áberandi er að þau eru hreyfanleg og það er einmitt það sem mannsaugað greinir svo vel, en fornt veiðimannseðli mannsins leitar einmitt eftir hreyfingu. Alls ekki er víst að Audi muni ná hylli bílaöryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, en hún er ekki þekkt fyrir eftirgjöf af neinu tagi. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent
Nýjustu stefnuljós Audi A8 eru ansi mögnuð en þau eru með gula LED lýsingu sem hreyfist í þá átt sem beygja skal til. Audi telur þau mun skýrari skilaboð til annarra vegfarenda en blikkandi venjuleg stefnuljós. Vandi Audi er hinsvegar sá að þau eru ekki lögleg vestanhafs þar sem þau uppfylla ekki þá lágmarksstærð stefnuljósa sem reglugerðin þar kveður á um. Á það reyndar aðeins við um þegar kviknar á þeim í upphafi, en þegar öll lína þeirra er tendruð, sem gerist reyndar mjög hratt, er lýsingin næg. Það sem gerir þau svo áberandi er að þau eru hreyfanleg og það er einmitt það sem mannsaugað greinir svo vel, en fornt veiðimannseðli mannsins leitar einmitt eftir hreyfingu. Alls ekki er víst að Audi muni ná hylli bílaöryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, en hún er ekki þekkt fyrir eftirgjöf af neinu tagi.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent