Svona hættulegur er Nurburgring Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 12:45 Mjög krefjandi er að aka Nurburgring akstursbrautina í Þýskalandi, með sínar 100 beygjur á 20 km langri braut. Ekki hjálpar til að á henni er gjarnan mikil umferð þeirra sem keypt hafa sig inná brautina til að aka þar eigin bílum. Margir verða þar ansi kappsamir og gefa ekkert eftir í akstri gegn öðrum bílum. Það hefur reynst mörgum skeinuhætt og kappsemin borið marga ofurliði. Það sést greinilega í þessu myndskeiði, er ökumaður BMW1 fer of hratt í beygju og missir við það stjórn á bílnum og fer í loftköstum eftir að aka á varnargirðingu. Ekki er líklegt að þeim bíl verði ekið mikið á næstunni, né heldur að eigandinn eigi von á því að tryggingar muni bera skaðann. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Mjög krefjandi er að aka Nurburgring akstursbrautina í Þýskalandi, með sínar 100 beygjur á 20 km langri braut. Ekki hjálpar til að á henni er gjarnan mikil umferð þeirra sem keypt hafa sig inná brautina til að aka þar eigin bílum. Margir verða þar ansi kappsamir og gefa ekkert eftir í akstri gegn öðrum bílum. Það hefur reynst mörgum skeinuhætt og kappsemin borið marga ofurliði. Það sést greinilega í þessu myndskeiði, er ökumaður BMW1 fer of hratt í beygju og missir við það stjórn á bílnum og fer í loftköstum eftir að aka á varnargirðingu. Ekki er líklegt að þeim bíl verði ekið mikið á næstunni, né heldur að eigandinn eigi von á því að tryggingar muni bera skaðann.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent