Gerbreyttur og stærri Suzuki SX4 Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2013 10:15 Suzuki SX4 hefur lengst um 16 cm og innanrýmið stækkað mikið. Reynsluakstur - Suzuki SX4 S-Cross Á lítið sameiginlegt með forveranum Suzuki kynnti fyrstu kynslóð SX4 jepplingsins fyrir einum 8 árum. Bæði er það erfitt að hugsa sér hversu mörg ár eru liðin síðan og jafnframt er óvanalegt að bílar séu óbreyttir svo lengi. Önnur kynslóð jepplingsins Suzuki SX4 var kynntur blaðamönnum í Barcelona í síðustu viku og má með sanni segja að þar fari gerbreyttur bíll. Í raun á þessi nýi SX4, sem nú hefur fengið S-Cross nafnið aftan við, fátt sameiginlegt með fyrstu kynslóðinni. Fyrst er að nefna að bíllinn hefur stækkað heilmikið og er nú 16 cm lengri og miklu rúmmeiri. Þrátt fyrir að það sjáist glögglega hversu mikið bíllinn hefur stækkað, er hann enn stærri er inní hann er komið. Suzuki hefur ekki farið leynt með það að þessi nýi bíll muni keppa grimmt við þann bíl í þessum stærðarflokki sem selst í mestu magni í heiminum, Nissan Qashqai. Það verður strax að segja SX4 til hróss að innanrýmið er talsvert meira en í Qashqai. Til dæmis er fótarýmið afturí svo gott að erfitt er að finna það betra í nokkrum jepplingi. Skottrýmið er líka ári gott fyrir slíkan bíl, eða 430 lítrar, meira en í Suzuki Grand Vitara jeppanum! Þrátt fyrir alla þessa stækkun bílsins hefur Suzuki tekist að létta bílinn frá síðustu kynslóð um 60 kíló og vegur hann nú aðeins um 1.200 kíló.Mikið val á útfærslumSuzuki SX4 S-Cross má fá í ýmsum útgáfum, fjór- og framhjóladrifinn, bein- og sjálfskiptan og með bensín- eða díselvél. Reyndir voru bílar með bensínvél og dísilvél, beinskiptir og sjálfskiptir. Að mati reynsluökumanns er bíllinn skemmtilegri beinskiptur, eins og gjarnan á við léttari bíla. Beinskiptingin er einstaklega lipur og sportleg og varð eiginlega samstundis eins og hugur manns. Með bensínvélinni, sem ekki er sérlega öflug er þá best að láta bílinn snúast mikið í hverjum gír og næst þá fram allt það afl sem óskað er og það er eins og vélin hreinlega biðji um að fá að snúast hratt. Með dísilvélinni, sem er miklu aflmeiri er þessu allt öðruvísi farið. Það kom ökumanni á óvart hversu öflug dísilvélin er, enda með 320 Nm tog. Sá bíll hentist áfram og í stuttri brekku þar sem hann fékk að finna fyrir því var hann strax kominn á 120 km hraða og vildi toga enn meira. Bæði bensín- og dísilvélin eru með 1,6 lítra sprengirými, en dísilvélin að auki með forþjöppu og báðar skráðar fyrir 120 hestöflum. Eins og ávallt er dísilútgáfan dýrari og það fylgja þeim ávallt fleiri ókostir. Viðhald dísilvélanna er meira og kostnaðarsamara og því oft erfitt að vinna upp muninn á kaupverði og viðhaldi og réttlæta það með minni eyðslu.Liggur eins og klessaAnnar kostur sem bensínbíllinn hafði framyfir dísilbílinn er þyngdin að framan. Mjög greinilega fannst fyrir þeirri aukinni þyngd sem fylgir dísilvélinni á nefi bílsins og því eru akstureiginleikar hans ekki eins miklir, þó krafturinn sé talsvert meiri. Talandi um eiginleika bílsins þá kom það ferlega á óvart hversu bíllinn er góður í akstri og hann liggur svo vel á vegi að bros færðist breiðar og breiðar yfir ökumann eftir því sem hann var reyndur meira. Vart finnst fyrir hliðarhalla í bensínbílnum þótt frísklega sé ekið í beygjur og veggripið virtist endalaust. Á fjórhjóladrifið þar reyndar nokkurn hlut að máli. Þessi bíll er með alvöru fjórhjóladrifi sem nýtist vel hér á landi og flestir bílar Suzuki eru með eindæmum duglegir í snjó og það hjálpar þeim ávallt mikið hve léttir þeir eru. Gaman væri að prófa þennan nýja SX4 í snjó, með sín fáu 1.200 kíló og 17 cm veghæð. Tilfinning fyrir vegi er mikil og stýring nákvæm og allt verður þetta til þess að mjög gaman er að keyra bílinn. Ekki skaðaði reyndar að leiðin lá um gullfalleg vínræktarsvæði Freixenet og Codorníu, líkt og staddur væri í ævintýri. Fjöðrun bílsins er skemmtilega stillt og á óvart kemur hversu stíf hún er, sem eykur akstursgetuna, en fyrir vikið finnur ökumaður meira fyrir undirlaginu og hann heggur t.d. meira fyrir vikið á ójöfnum, sérstaklega að aftan. Fannst það vel á þeim fáu hraðahindrunum sem á vegi okkar reynsluökumanna urðu og mættu borgaryfirvöld hér skreppa til Barcelona og nágrennis til að fræðast um óþurft þeirra.Mikið fyrir lítiðEinn af allra stærstu kostum þessa nýja SX4 er hve mikill staðalbúnaður fylgir og er það greinilega meiningin hjá Suzuki að slá Nissan Qashqai við á því sviði, en samt vera ódýrari. Innrétting bílsins er falleg en laus við íburð. Eins og ávallt með Suzuki bíla er allt greinilega vel smíðað og víst er að bilanatíðni þessa bíls verður jafn lítil og í öðrum Suzuki bílum, einn aðalkostur Suzuki bíla. Framsætin í þessum bíl eru voldug og flott og halda vel utanum ökumann. Aftursætin eru líka góð og þár sem reynsluökumaður var ávallt með fullan bíl fékkst mikil reynsla á þau. Reynsluakstursbílarnir voru allir með risastóra sóllúgu sem opnast meira en sést hefur áður, eða um 56 cm. Það varð til þess að oft voru aftursætisfarþegar baðaðir í spænskri sól og bíllinn varð sérlega bjartur fyrir vikið. Sóllúgan er þó valkostur. SX4 S-Cross er flott framlag í flokki minni jepplinga sem fellur í C-stærðarflokk bíla og afar sterkur keppinautur vinsælla bíla eins og Nissan Qashqai, Ford Kuga og Hyundai ix35. Að auki má búast við því að hann verði ódýrari en þeir allir.Kostir: Rými, akstursgeta, verðÓkostir: Afllítil bensínvél, hörð afturfjöðrun1,6 l. bensín, 120 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 5,9 l./100 km í bl. akstriMengun: 135 g/km CO2Hröðun: 12,0 sek.Hámarkshraði: 175 km/klstVerð: 4.500.000 kr.Umboð: Suzuki bílar hf. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent
Reynsluakstur - Suzuki SX4 S-Cross Á lítið sameiginlegt með forveranum Suzuki kynnti fyrstu kynslóð SX4 jepplingsins fyrir einum 8 árum. Bæði er það erfitt að hugsa sér hversu mörg ár eru liðin síðan og jafnframt er óvanalegt að bílar séu óbreyttir svo lengi. Önnur kynslóð jepplingsins Suzuki SX4 var kynntur blaðamönnum í Barcelona í síðustu viku og má með sanni segja að þar fari gerbreyttur bíll. Í raun á þessi nýi SX4, sem nú hefur fengið S-Cross nafnið aftan við, fátt sameiginlegt með fyrstu kynslóðinni. Fyrst er að nefna að bíllinn hefur stækkað heilmikið og er nú 16 cm lengri og miklu rúmmeiri. Þrátt fyrir að það sjáist glögglega hversu mikið bíllinn hefur stækkað, er hann enn stærri er inní hann er komið. Suzuki hefur ekki farið leynt með það að þessi nýi bíll muni keppa grimmt við þann bíl í þessum stærðarflokki sem selst í mestu magni í heiminum, Nissan Qashqai. Það verður strax að segja SX4 til hróss að innanrýmið er talsvert meira en í Qashqai. Til dæmis er fótarýmið afturí svo gott að erfitt er að finna það betra í nokkrum jepplingi. Skottrýmið er líka ári gott fyrir slíkan bíl, eða 430 lítrar, meira en í Suzuki Grand Vitara jeppanum! Þrátt fyrir alla þessa stækkun bílsins hefur Suzuki tekist að létta bílinn frá síðustu kynslóð um 60 kíló og vegur hann nú aðeins um 1.200 kíló.Mikið val á útfærslumSuzuki SX4 S-Cross má fá í ýmsum útgáfum, fjór- og framhjóladrifinn, bein- og sjálfskiptan og með bensín- eða díselvél. Reyndir voru bílar með bensínvél og dísilvél, beinskiptir og sjálfskiptir. Að mati reynsluökumanns er bíllinn skemmtilegri beinskiptur, eins og gjarnan á við léttari bíla. Beinskiptingin er einstaklega lipur og sportleg og varð eiginlega samstundis eins og hugur manns. Með bensínvélinni, sem ekki er sérlega öflug er þá best að láta bílinn snúast mikið í hverjum gír og næst þá fram allt það afl sem óskað er og það er eins og vélin hreinlega biðji um að fá að snúast hratt. Með dísilvélinni, sem er miklu aflmeiri er þessu allt öðruvísi farið. Það kom ökumanni á óvart hversu öflug dísilvélin er, enda með 320 Nm tog. Sá bíll hentist áfram og í stuttri brekku þar sem hann fékk að finna fyrir því var hann strax kominn á 120 km hraða og vildi toga enn meira. Bæði bensín- og dísilvélin eru með 1,6 lítra sprengirými, en dísilvélin að auki með forþjöppu og báðar skráðar fyrir 120 hestöflum. Eins og ávallt er dísilútgáfan dýrari og það fylgja þeim ávallt fleiri ókostir. Viðhald dísilvélanna er meira og kostnaðarsamara og því oft erfitt að vinna upp muninn á kaupverði og viðhaldi og réttlæta það með minni eyðslu.Liggur eins og klessaAnnar kostur sem bensínbíllinn hafði framyfir dísilbílinn er þyngdin að framan. Mjög greinilega fannst fyrir þeirri aukinni þyngd sem fylgir dísilvélinni á nefi bílsins og því eru akstureiginleikar hans ekki eins miklir, þó krafturinn sé talsvert meiri. Talandi um eiginleika bílsins þá kom það ferlega á óvart hversu bíllinn er góður í akstri og hann liggur svo vel á vegi að bros færðist breiðar og breiðar yfir ökumann eftir því sem hann var reyndur meira. Vart finnst fyrir hliðarhalla í bensínbílnum þótt frísklega sé ekið í beygjur og veggripið virtist endalaust. Á fjórhjóladrifið þar reyndar nokkurn hlut að máli. Þessi bíll er með alvöru fjórhjóladrifi sem nýtist vel hér á landi og flestir bílar Suzuki eru með eindæmum duglegir í snjó og það hjálpar þeim ávallt mikið hve léttir þeir eru. Gaman væri að prófa þennan nýja SX4 í snjó, með sín fáu 1.200 kíló og 17 cm veghæð. Tilfinning fyrir vegi er mikil og stýring nákvæm og allt verður þetta til þess að mjög gaman er að keyra bílinn. Ekki skaðaði reyndar að leiðin lá um gullfalleg vínræktarsvæði Freixenet og Codorníu, líkt og staddur væri í ævintýri. Fjöðrun bílsins er skemmtilega stillt og á óvart kemur hversu stíf hún er, sem eykur akstursgetuna, en fyrir vikið finnur ökumaður meira fyrir undirlaginu og hann heggur t.d. meira fyrir vikið á ójöfnum, sérstaklega að aftan. Fannst það vel á þeim fáu hraðahindrunum sem á vegi okkar reynsluökumanna urðu og mættu borgaryfirvöld hér skreppa til Barcelona og nágrennis til að fræðast um óþurft þeirra.Mikið fyrir lítiðEinn af allra stærstu kostum þessa nýja SX4 er hve mikill staðalbúnaður fylgir og er það greinilega meiningin hjá Suzuki að slá Nissan Qashqai við á því sviði, en samt vera ódýrari. Innrétting bílsins er falleg en laus við íburð. Eins og ávallt með Suzuki bíla er allt greinilega vel smíðað og víst er að bilanatíðni þessa bíls verður jafn lítil og í öðrum Suzuki bílum, einn aðalkostur Suzuki bíla. Framsætin í þessum bíl eru voldug og flott og halda vel utanum ökumann. Aftursætin eru líka góð og þár sem reynsluökumaður var ávallt með fullan bíl fékkst mikil reynsla á þau. Reynsluakstursbílarnir voru allir með risastóra sóllúgu sem opnast meira en sést hefur áður, eða um 56 cm. Það varð til þess að oft voru aftursætisfarþegar baðaðir í spænskri sól og bíllinn varð sérlega bjartur fyrir vikið. Sóllúgan er þó valkostur. SX4 S-Cross er flott framlag í flokki minni jepplinga sem fellur í C-stærðarflokk bíla og afar sterkur keppinautur vinsælla bíla eins og Nissan Qashqai, Ford Kuga og Hyundai ix35. Að auki má búast við því að hann verði ódýrari en þeir allir.Kostir: Rými, akstursgeta, verðÓkostir: Afllítil bensínvél, hörð afturfjöðrun1,6 l. bensín, 120 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 5,9 l./100 km í bl. akstriMengun: 135 g/km CO2Hröðun: 12,0 sek.Hámarkshraði: 175 km/klstVerð: 4.500.000 kr.Umboð: Suzuki bílar hf.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent