Formúla 1

Vettel vann Singapúr-kappaksturinn örugglega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sebastian Vettel fagnar hér sigrinum.
Sebastian Vettel fagnar hér sigrinum. mynd / Getty Images
Sebastian Vettel var ósnertanlegur í kappakstrinum í Singapore í dag,

Heimsmeistarinn var fremstur á ráslínu, og það var bara í fyrstu beygju sem einhver ógnaði honum, Vettel náði strax góðri foryst  sem hann hélt til loka.

Vettel kom 33 sekúndum í mark á undan næsta manni. Þvílíkir yfirburðir hjá Þjóðverjanum.

Fernando Alonso, Ferrari, varð annar í keppninni og Kimi Räikkönen, Lotus, varð óvænt þriðji.

Kappaksturinn var aldrei spennandi og hafði Vettel þvílíka yfirburði allan tímann og nálgast ökuþórinn sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð.

Vettel er 60 stigum á undan næsta manni Fernando Alonso og aðeins eru 150 stig enn eftir í pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×