Hin nýgiftu ítölsku hjón, Alessandro og Stefania Albini, eru stærstu aðdáendur ítalska knattspyrnumannsins Alessandro del Piero. Þau sönnuðu það eftir brúðkaup sitt.
Þá flugu þau alla leið frá Ítalíu til Ástralíu í einum tilgangi. Að fá mynd af sér í brúðkaupsfötunum með Del Piero.
"Við höfum alla tíð fylgst með honum. Brúðkaupið okkar var sérstakt. Allt skreytt í hvítu og svörtu sem eru litir Juventus. Á háborðinu voru síðan myndir af Del Piero," sagði Stefania.
Del Piero er auðvitað goðsögn hjá Juventus en hann leikur nú með FC Sydney í ástralska boltanum.
Hann olli parinu ekki vonbrigðum og stillti sér upp í myndatöku á æfingasvæði félagsins.
Flugu alla leið til Ástralíu til að fá mynd með Del Piero

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



