Borga 90 milljarða vegna verðsamráðs Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2013 17:59 Starfsmenn í bílaverksmiðju Chrysler Í vikunni var kveðinn upp dómur gegn níu japönskum fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla vegna verðsamráðs. Voru þau dæmd til að greiða 90 milljarða króna vegna brota sinna. Fyrirtækin níu höfðu sín á milli ákveðið verð íhlutanna sem þau síðan seldu mörgum af þekktari bílaframleiðendum heimsins. Þau eru Toyota, Honda, Mitsubishi, Nissan, Subaru, Ford, Chrysler og General Motors. Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru þessum bílafyrirtækjum ríflega 600 milljarðar króna. Stjórnendur íhlutframleiðendanna eru í slæmum málum en ekki er búið að kveða upp refsidóma þeirra, eingöngu sektarupphæð fyrirtækjanna. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent
Í vikunni var kveðinn upp dómur gegn níu japönskum fyrirtækjum sem framleiða íhluti í bíla vegna verðsamráðs. Voru þau dæmd til að greiða 90 milljarða króna vegna brota sinna. Fyrirtækin níu höfðu sín á milli ákveðið verð íhlutanna sem þau síðan seldu mörgum af þekktari bílaframleiðendum heimsins. Þau eru Toyota, Honda, Mitsubishi, Nissan, Subaru, Ford, Chrysler og General Motors. Gríðarleg viðskipti eru að baki þessa samráðs og er virði þeirra íhluta sem seldir voru þessum bílafyrirtækjum ríflega 600 milljarðar króna. Stjórnendur íhlutframleiðendanna eru í slæmum málum en ekki er búið að kveða upp refsidóma þeirra, eingöngu sektarupphæð fyrirtækjanna.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent