"Þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2013 16:50 Myndirnar birtust á netinu í morgun. „Þetta eru myndir af atriði sem var tekið í Króatíu fyrir um mánuði síðan,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson um myndir sem láku á internetið í dag og hafa vakið mikla athygli þar sem hann sést sveifla stóru sverði þakið blóði við tökur á Game of Thrones. Hafþór segist ekkert geta gefið upp um hvað sé að gerast á myndunum fyrir utan það sem sést. En á myndunum virðist hann stinga mann á hol með sverðinu stóra og lyfta honum svo upp og fleygja honum til hliðar. „Þetta er manneskja sem leikur þarna, þetta er ekki brúða,“ segir Hafþór. „En auðvitað er, eins og með allar kvikmyndir, notast við brellur og tækni.“ Hafþór dvaldi í Króatíu í um tvær vikur og segir hann þetta góða lífsreynslu. „Þetta var gífurlega gaman og gott tækifæri fyrir mig til þess að kynna mér þennan bransa.“ Hafþór segist enga leikreynslu hafa en að honum finnist tökur hafa gengið vel. „Ég er í þremur þáttum alls,“ segir Hafþór en þessi fjórða þáttaröð samanstendur af tíu þáttum líkt og þær fyrri. „Ég fer út til Belfast 3. október og klára tökur þar.“ Hafþór segist hafa góða trú á því að þetta verði mjög góð sería spurður að því hvort að væntanleg þáttaröð verði ekki sú besta. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi af þessum þáttum og fyrstu þrjár seríurnar hafa verið mjög góðar. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast nema í þeim söguþræði sem ég leik í.“En er ekkert erfitt fyrir svo indælan mann að leika illmenni? „Ég get alveg viðurkennt að það voru sum atriði þarna sem voru svo raunveruleg að þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni,“ útskýrir Hafþór. „Þetta er svo flott, maður lifir sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður er búinn að endurtaka senurnar aftur og aftur, þá kemur andi yfir mann og maður vill gera vel. Maður datt inn í eitthvað zone og mér leið eins og þetta væri í alvörunni. Á þeim augnablikum þegar ég var að gera eitthvað „nastí“, þá spurði ég mig „hvað er ég eiginlega að gera hérna?,“ segir Hafþór og hlær. „En þetta er bara gaman." Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta eru myndir af atriði sem var tekið í Króatíu fyrir um mánuði síðan,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson um myndir sem láku á internetið í dag og hafa vakið mikla athygli þar sem hann sést sveifla stóru sverði þakið blóði við tökur á Game of Thrones. Hafþór segist ekkert geta gefið upp um hvað sé að gerast á myndunum fyrir utan það sem sést. En á myndunum virðist hann stinga mann á hol með sverðinu stóra og lyfta honum svo upp og fleygja honum til hliðar. „Þetta er manneskja sem leikur þarna, þetta er ekki brúða,“ segir Hafþór. „En auðvitað er, eins og með allar kvikmyndir, notast við brellur og tækni.“ Hafþór dvaldi í Króatíu í um tvær vikur og segir hann þetta góða lífsreynslu. „Þetta var gífurlega gaman og gott tækifæri fyrir mig til þess að kynna mér þennan bransa.“ Hafþór segist enga leikreynslu hafa en að honum finnist tökur hafa gengið vel. „Ég er í þremur þáttum alls,“ segir Hafþór en þessi fjórða þáttaröð samanstendur af tíu þáttum líkt og þær fyrri. „Ég fer út til Belfast 3. október og klára tökur þar.“ Hafþór segist hafa góða trú á því að þetta verði mjög góð sería spurður að því hvort að væntanleg þáttaröð verði ekki sú besta. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi af þessum þáttum og fyrstu þrjár seríurnar hafa verið mjög góðar. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast nema í þeim söguþræði sem ég leik í.“En er ekkert erfitt fyrir svo indælan mann að leika illmenni? „Ég get alveg viðurkennt að það voru sum atriði þarna sem voru svo raunveruleg að þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni,“ útskýrir Hafþór. „Þetta er svo flott, maður lifir sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður er búinn að endurtaka senurnar aftur og aftur, þá kemur andi yfir mann og maður vill gera vel. Maður datt inn í eitthvað zone og mér leið eins og þetta væri í alvörunni. Á þeim augnablikum þegar ég var að gera eitthvað „nastí“, þá spurði ég mig „hvað er ég eiginlega að gera hérna?,“ segir Hafþór og hlær. „En þetta er bara gaman."
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira