Nýtt myndband söngkonunnar Miley Cyrus, Wrecking Ball, hefur slegið áhorfsmet á vefsíðunni VEVO en myndbandið var spilað 19,3 milljón sinnum á fyrsta sólarhringnum. Alls hefur verið spilað rúmlega 23 milljón sinnum frá því það var frumsýnt í gærmorgun.
Í myndbandinu, sem Vísir greindi frá í gær, spókar Cyrus sig um klæðalítil með sleggju og gengur því nokkrum skrefum lengra en hún gerði á VMA-hátíðinni fyrir stuttu, en atriði hennar þar vakti mikla athygli.
Nýtt myndband Miley Cyrus sló áhorfsmet á VEVO
