Heimsmet – 72,4 metra stökk á bíl Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 10:30 „Ég ætla að halda áfram að stökkva á bílnum þangað til metið eða bíllinn brotnar“, sagði nýi heimsmethafinn í bílastökki, Joe Sylvester. Bíll hans flaug svo langt að það samsvarar megninu af lengd knattspyrnuvallar. Bíllinn hefur aflið til að ná dágóðri ferð fyrir stökkin, eða 1.400 hestöfl. Bíll hans er reyndar merkilega þungur, 4.535 kíló og er af Ram-gerð. Metstökkinu náði hann á Cornfield 500 bílahátíðinni, 72,42 metrum og hraði hans í stökkinu var 137 km/klst, sem er um það bil hámarkshraði þessa bíls. Í stökkinu eyðilagði hann framfjöðrun bílsins. Sylvester átti lengdarmetið árið 2010 uppá 63,39 metra, en missti það síðan og var því þess ákveðnari að ná því aftur. Sylvester segir að það sé ekki spurning um hæfileika að stökkva svona langt, heldur þor. Hann á ekki von á því að þurfa að bæta met sitt eða annarra í bráð. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent
„Ég ætla að halda áfram að stökkva á bílnum þangað til metið eða bíllinn brotnar“, sagði nýi heimsmethafinn í bílastökki, Joe Sylvester. Bíll hans flaug svo langt að það samsvarar megninu af lengd knattspyrnuvallar. Bíllinn hefur aflið til að ná dágóðri ferð fyrir stökkin, eða 1.400 hestöfl. Bíll hans er reyndar merkilega þungur, 4.535 kíló og er af Ram-gerð. Metstökkinu náði hann á Cornfield 500 bílahátíðinni, 72,42 metrum og hraði hans í stökkinu var 137 km/klst, sem er um það bil hámarkshraði þessa bíls. Í stökkinu eyðilagði hann framfjöðrun bílsins. Sylvester átti lengdarmetið árið 2010 uppá 63,39 metra, en missti það síðan og var því þess ákveðnari að ná því aftur. Sylvester segir að það sé ekki spurning um hæfileika að stökkva svona langt, heldur þor. Hann á ekki von á því að þurfa að bæta met sitt eða annarra í bráð.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent