Seldist á 1.137 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2013 11:30 Er hægt að tala um slæmt efnahagsástand þegar einhver opnar veskið uppá gátt og kaupir gamlan Alfa Romeo keppnisbíl á 1.137 milljónir króna? Enginn Alfa Romeo bíll hefur gengið kaupum og sölum og hærri verði en þessi bíll og var hann seldur á bílauppboði Goodwood Revival í Bretlandi. Flestir þeir bílar sem farið hafa á stjarnfræðilegar upphæðir hafa þó verið boðnir upp hjá Bonham uppboðshúsinu í Bretlandi. Met var reyndar slegið á þessu ári þar er bíll fór á 3,5 milljarða, en það var Mercedes Benz W196R sem ekið var af Juan Manuel Fangio. Bíllinn sem um ræðir nú er 1935 árgerð af Alfa Romeo Tipo C 8C-35 sem ekið var af Tazio Nuvolari. Hann er eini bíll sinnar tegundar, sem skýrir að einhverju leiti á hvaða verði hann fór. Á þessum bíl vann Nuvolari margar aksturskeppnirnar á árunum fyrir seinna stríð og atti þá mest kappi við silvurörvar Mercedes Benz og Audi. Bíllinn er með 8 strokka vél með kaflablásara. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent
Er hægt að tala um slæmt efnahagsástand þegar einhver opnar veskið uppá gátt og kaupir gamlan Alfa Romeo keppnisbíl á 1.137 milljónir króna? Enginn Alfa Romeo bíll hefur gengið kaupum og sölum og hærri verði en þessi bíll og var hann seldur á bílauppboði Goodwood Revival í Bretlandi. Flestir þeir bílar sem farið hafa á stjarnfræðilegar upphæðir hafa þó verið boðnir upp hjá Bonham uppboðshúsinu í Bretlandi. Met var reyndar slegið á þessu ári þar er bíll fór á 3,5 milljarða, en það var Mercedes Benz W196R sem ekið var af Juan Manuel Fangio. Bíllinn sem um ræðir nú er 1935 árgerð af Alfa Romeo Tipo C 8C-35 sem ekið var af Tazio Nuvolari. Hann er eini bíll sinnar tegundar, sem skýrir að einhverju leiti á hvaða verði hann fór. Á þessum bíl vann Nuvolari margar aksturskeppnirnar á árunum fyrir seinna stríð og atti þá mest kappi við silvurörvar Mercedes Benz og Audi. Bíllinn er með 8 strokka vél með kaflablásara.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent