Hefur ekið 3.000.000 mílur á Volvo P1800 Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2013 10:45 Áður hefur hér verið greint frá mest ekna bíl heims, Volvo P1800 sem Irv Gordon hefur átt frá upphafi í Bandaríkjunum. Bíllinn er af árgerð 1966 og er sömu gerðar og dýrðlingurinn ók á sínum tíma. Nú hefur Irv náð þeirri fáránlegu tölu á mílumæli bíls síns, 3.000.000. Hann var á ferðalagi í Alaska þegar hún birtist í mælaborðinu. Alaska var annað af tveimur fylkjum Bandaríkjanna sem hann hafði ekki heimsótt áður. Það tók Irv 21 ár að ná fyrstu milljón mílunum, 15 ára til viðbótar að ná tveimur milljónum og 11 ár að komast nú í þrjár milljónir mílna. Hann hefur því aðeins hert á bensínfætinum með árunum, sem eru nú orðin 47. Í heimsmetabók Guinness var áður skráð metið 1,69 milljón mílur fyrir mest ekna bíl í eigu sama eianda frá upphafi, en það hefur nú verið rækilega slegið. Þrjár milljón mílur samsvara 4.827.000 kílómetrum, eða 120 ferðum kringum jörðina! Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent
Áður hefur hér verið greint frá mest ekna bíl heims, Volvo P1800 sem Irv Gordon hefur átt frá upphafi í Bandaríkjunum. Bíllinn er af árgerð 1966 og er sömu gerðar og dýrðlingurinn ók á sínum tíma. Nú hefur Irv náð þeirri fáránlegu tölu á mílumæli bíls síns, 3.000.000. Hann var á ferðalagi í Alaska þegar hún birtist í mælaborðinu. Alaska var annað af tveimur fylkjum Bandaríkjanna sem hann hafði ekki heimsótt áður. Það tók Irv 21 ár að ná fyrstu milljón mílunum, 15 ára til viðbótar að ná tveimur milljónum og 11 ár að komast nú í þrjár milljónir mílna. Hann hefur því aðeins hert á bensínfætinum með árunum, sem eru nú orðin 47. Í heimsmetabók Guinness var áður skráð metið 1,69 milljón mílur fyrir mest ekna bíl í eigu sama eianda frá upphafi, en það hefur nú verið rækilega slegið. Þrjár milljón mílur samsvara 4.827.000 kílómetrum, eða 120 ferðum kringum jörðina!
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent