545 milljóna stöðumælasekt í Malmö Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 15:15 Flestum finnast stöðumælasektir hvimleiðar en þeim sænska greinilega ekki. Íbúar í borgum eru vanir að fá stöðumælasektir, en sumir fá fleiri en aðrir. Einn íbúi í Malmö í Svíþjóð hlýtur að eiga met í því að fá stöðumælasektir því hann skuldir sektir sem nema 30 milljónum sænskra króna, eða 545 milljónum íslenskra. Enn furðulegra er hvernig hann hefur safnað þeim. Hann hefur á þeim tíma sem þessi söfnun hans hefur staðið yfir keypt yfir 2.000 nýja bíla og svo skilur hann þá eftir hvar sem honum dettur í hug og kaupir bara þann næsta. Annaðhvort er hann gríðarlega efnaður eða hefur platað mjög marga á sinni vegferð. Að auki er hann ekki með ökupróf og hefur ekki haft það frá árinu 2010. Stöðumælasektir hljóta að vera dýrar í Malmö því ef heildarupphæðinni er deilt í þessi 2.000 brot hans er hver sekt uppá 272.000 krónur. Margir af þessum bílum hans hafa reyndar verið lengi á sínum ólöglega stað áður en armur laganna hefur komið til sögunnar. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Íbúar í borgum eru vanir að fá stöðumælasektir, en sumir fá fleiri en aðrir. Einn íbúi í Malmö í Svíþjóð hlýtur að eiga met í því að fá stöðumælasektir því hann skuldir sektir sem nema 30 milljónum sænskra króna, eða 545 milljónum íslenskra. Enn furðulegra er hvernig hann hefur safnað þeim. Hann hefur á þeim tíma sem þessi söfnun hans hefur staðið yfir keypt yfir 2.000 nýja bíla og svo skilur hann þá eftir hvar sem honum dettur í hug og kaupir bara þann næsta. Annaðhvort er hann gríðarlega efnaður eða hefur platað mjög marga á sinni vegferð. Að auki er hann ekki með ökupróf og hefur ekki haft það frá árinu 2010. Stöðumælasektir hljóta að vera dýrar í Malmö því ef heildarupphæðinni er deilt í þessi 2.000 brot hans er hver sekt uppá 272.000 krónur. Margir af þessum bílum hans hafa reyndar verið lengi á sínum ólöglega stað áður en armur laganna hefur komið til sögunnar.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent