Peugeot 308 R í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 11:30 Bílaframleiðendur keppast nú við að búa til spennu fyrir þeim bílum sem þeir sýna á bílasýningunni í Frankfurt fljótlega í næsta mánuði. Flestir bílanna sem sýndir verða þar eru í framleiðslu eða munu örugglega verða framleiddir. Svo eru aðrir sem bílaframleiðendurnir sýna til að fá viðbrögð frá sýningargestum og bílablaðamönnum. Einn slíkra bíla er þessi Peugeot 308 R, sem er kraftaútgáfa hins hefðbundna 308 bíls. R-bíllinn hefur fengið 270 hestafla vél sem er aðeins með 1,6 lítra sprengirými. Því skilar hver líter sprengirýmis heilum 170 hestöflum, sem gerist vart hærra. Þó skilar vélin í Mercedes Benz A45 AMG 8 hestöflum meira á hvern lítra sprnegirýmis. Þessa vél, sem verður í R-bílnum, má einnig finna í Peugeot RCZ R. Peugeot 308 R er lægri og breiðari og með lengra á milli hjóla en í venjulegum 308. Mjög fátt í yfirbyggingu bílsins kemur beint frá venjulegum 308 bíl. Aðeins þakið og húddið er þaðan, en framendinn, hliðarnar, hurðirnar, skottið og stuðararnir fengu sérsmíði og það úr koltrefjum. Sami mannskapur og smíðaði ofurbílinn Peugeot 208 T16 fyrir Sebastian Loeb hefur komið að smíði þessa nýja bíls svo von er á góðu. Í ljósi þess að Peugoet RCZ R fór í framleiðslu má alveg búast við því að þessi bíll verði einnig fjöldaframleiddur. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent
Bílaframleiðendur keppast nú við að búa til spennu fyrir þeim bílum sem þeir sýna á bílasýningunni í Frankfurt fljótlega í næsta mánuði. Flestir bílanna sem sýndir verða þar eru í framleiðslu eða munu örugglega verða framleiddir. Svo eru aðrir sem bílaframleiðendurnir sýna til að fá viðbrögð frá sýningargestum og bílablaðamönnum. Einn slíkra bíla er þessi Peugeot 308 R, sem er kraftaútgáfa hins hefðbundna 308 bíls. R-bíllinn hefur fengið 270 hestafla vél sem er aðeins með 1,6 lítra sprengirými. Því skilar hver líter sprengirýmis heilum 170 hestöflum, sem gerist vart hærra. Þó skilar vélin í Mercedes Benz A45 AMG 8 hestöflum meira á hvern lítra sprnegirýmis. Þessa vél, sem verður í R-bílnum, má einnig finna í Peugeot RCZ R. Peugeot 308 R er lægri og breiðari og með lengra á milli hjóla en í venjulegum 308. Mjög fátt í yfirbyggingu bílsins kemur beint frá venjulegum 308 bíl. Aðeins þakið og húddið er þaðan, en framendinn, hliðarnar, hurðirnar, skottið og stuðararnir fengu sérsmíði og það úr koltrefjum. Sami mannskapur og smíðaði ofurbílinn Peugeot 208 T16 fyrir Sebastian Loeb hefur komið að smíði þessa nýja bíls svo von er á góðu. Í ljósi þess að Peugoet RCZ R fór í framleiðslu má alveg búast við því að þessi bíll verði einnig fjöldaframleiddur.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent