Sannleikurinn um snípinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2013 14:45 Sophia Wallace vinnur að verkefni sem hún nefnir Sníplæsi 101. Mynd/Sophia Wallace Sophia Wallace, listakona frá New York, vill að heimurinn viti allt um snípinn og þannig „snípsvæða“ umræðuna. Hvatinn að baki verkefnisins er sú fáfræði sem ríkir um þetta merkilega líffæri. „Það er hneykslanlegt að snípurinn var fyrst uppgötvaður árið 1998. En í raun hefur hann kannski aldrei verið uppgötvaður því það er enn svo lítið vitað um kvenlíkamann,“ segir Sophia í viðtali við The Huffington Post.Sophia segir snípinn vera eina líkamshluta mannsins sem gegnir eingöngu því hlutverki að vekja ánægju. Hún bendir á að þetta sé ekki bara lítill hnappur sem falinn er á milli fótleggja kvenna heldur stórt, innvortis líffæri sem fáir þekkja. „Það er skrýtin mótsögn að annars vegar er kvenlíkaminn notaður sem táknmynd fyrir kynlíf í auglýsingum, listum og erótísku efni. Hins vegar kemur hið eina og sanna kynfæri konunnar, snípurinn, ekkert til sögunnar. Konum finnst meira að segja vandræðalegt að biðja bólfélaga sinn um að sinna snípnum. Mér finnst alveg fáránlegt að þetta sé staðan árið 2013,“ segir Sophia. Á síðasta ári hóf Sophia vinnu að margmiðlunarverkefni sem hún kallar sníplæsi (e. cliteracy). Henni fannst sníplæsi vera viðeigandi orð því það segir svo mikið um málið. „Það sýnir fram á það ólæsi og þá vanfærni sem er gagnvart kvenlíkamanum,“ segir Sophia. Í myndbandinu útskýrir Sophia betur sníplæsi og verkefnin sem hún hefur unnið í tengslum við það. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sophia Wallace, listakona frá New York, vill að heimurinn viti allt um snípinn og þannig „snípsvæða“ umræðuna. Hvatinn að baki verkefnisins er sú fáfræði sem ríkir um þetta merkilega líffæri. „Það er hneykslanlegt að snípurinn var fyrst uppgötvaður árið 1998. En í raun hefur hann kannski aldrei verið uppgötvaður því það er enn svo lítið vitað um kvenlíkamann,“ segir Sophia í viðtali við The Huffington Post.Sophia segir snípinn vera eina líkamshluta mannsins sem gegnir eingöngu því hlutverki að vekja ánægju. Hún bendir á að þetta sé ekki bara lítill hnappur sem falinn er á milli fótleggja kvenna heldur stórt, innvortis líffæri sem fáir þekkja. „Það er skrýtin mótsögn að annars vegar er kvenlíkaminn notaður sem táknmynd fyrir kynlíf í auglýsingum, listum og erótísku efni. Hins vegar kemur hið eina og sanna kynfæri konunnar, snípurinn, ekkert til sögunnar. Konum finnst meira að segja vandræðalegt að biðja bólfélaga sinn um að sinna snípnum. Mér finnst alveg fáránlegt að þetta sé staðan árið 2013,“ segir Sophia. Á síðasta ári hóf Sophia vinnu að margmiðlunarverkefni sem hún kallar sníplæsi (e. cliteracy). Henni fannst sníplæsi vera viðeigandi orð því það segir svo mikið um málið. „Það sýnir fram á það ólæsi og þá vanfærni sem er gagnvart kvenlíkamanum,“ segir Sophia. Í myndbandinu útskýrir Sophia betur sníplæsi og verkefnin sem hún hefur unnið í tengslum við það.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira